Ósamstíga í aðgerðum vegna hrunsins

Heimildarmaður Moggans, sem sat fundi starfshóðs Forsætisráðuneytisins, sem vann að aðgerðum vegna bankahrunsins, lætur hafa eftir sér að lítil, sem engin samvinna hafi verið milli ráðuneytisins og seðlabankans, vegna tillagna um aðgerðir, eða eins og segir í fréttinni:  " „Starfshópi forsætisráðuneytisins var sagt að vinna sjálfstætt og hafa engin samskipti við Seðlabankann,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins, sem sat fundi hópsins."

Vitað er að Ingibjörg Sólrún hataði seðlabankastjórann eins og pestina, en fyrr hefur ekki komið fram, að trúnaðarbrestur hefði orðið milli forsætisráðherrans og seðlabankastjórnarinnar.  Eins er vitað, að seðlabankinn hafði margvarað ríkisstjórnina við því, sem yfirvofandi var og jafnvel hafði Davíð Oddson ámálgað á fundi með ríkisstjórninni, að ef einhvern tíma hefði verið tími til að mynda þjóðstjórn, þá væri það á þessum tíma.  Sú uppástunga féll, vægast sagt, í grýttan jarðveg meðal ráðherranna og ef til vill hefur það orðið til þess að togsteita hafi komið upp á milli aðila.

Vonandi fæst skýrari mynd af þessu, frá báðum hliðum, þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verður birt eftir mánuð.  Ekki ber að efa, að þar mun margt nýtt koma fram, sem skýrir þessi mál öll betur og setur hlutina í það samhengi, sem almenningur hefur ekki haft aðgang að, fram að þessu.

Einnig ber að vona að stjórnarslit og kosningaáróður muni ekki kæfa umræður um skýrsluna, þegar hún verður birt.


mbl.is Engin samskipti við Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband