Ær og kýr Samfylkingarinnar

Enn hótar Samfylkingin stjórnarslitum, fái hún ekki ESB vilja sínum framgengt.  Þessi ESB þjónkun er enda ær og kýr Samfylkingarinnar.  Fyrir ári síðan hótaði hún að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, ef hann samþykkti ekki inngöngu í ESB og nú, eftir að hafa beygt VG í því efni, er nú hótað að slíta stjórnarsamstarfinu við VG, ef þeir samþykki að borga aðgöngumiðann fullu verði og það strax fyrir helgi.

Hér verður vísað í orð Jóhönnu, meints forsætisráðherra og hrokagikks, sem fram koma í fréttinni:  "Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir treysti sér til þess að fara með málið fyrir Alþingi í þeim búningi sem þau séu sátt við með fyrirvara um samþykki þingsins."  Svo bætti hún um betur, með því að segja:  "Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir þurfi í þessari viku að ná niðurstöðu um það hvort meirihluti sé fyrir málinu með þessum athugasemdum. Verði gerð breyting á fyrri samþykkt Alþingis verði að fara með málið inn á Alþingi. Ekki sé hægt að fara með málið inn í þing nema vera örugg með meirihluta því ekki sé hægt að treysta á stjórnarandstöðuna.

Svo VG velkist ekki í nokkrum vafa um meininguna, segir hrokagikkurinn:  "Myndi stjórnarflokkarnir ekki meirihluta fyrir málinu þurfi að skoða breytta stöðu."  Ekki getur hótunin um stjórnarslitin verið skýrari.

Annað, sem tengist þessu og uppljóstrar um óheilindi ríkisstjórnarinnar, er að nú segir meintur forsætisráðherra að þrælahaldararnir í Bretlandi og Hollandi sætti sig ekki við þrjá af fyrirvörum Alþingis, en fram að þessu hefur verið haldið fram, að einungis sólarlagsákvæði ábyrgðarinnar stæði í hinum erlendu kúgunarþjóðum.

Það yrði mikil tilbreyting ef ríkisstjórnin færi að segja þjóðinni satt og ekki væri verra, að hún færi að tala fyrir málstað Íslands í erlendum fjölmiðlum, en hrokagikkurinn varð sér til háðungar, með því að lofa herraþjóðunum lagabreytingu vegna fyrirvaranna, í heimasmíðuðu "viðtali" við Bloomberg fréttamiðilinn.

Ef Alþingi samþykkir einhverjar breytingar á fyrirvörunum, mun enginn taka mark á þeirri stofnun framar, hvorki innanlands eða utan.

 


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef menn hafa haldið að einhverjir í Samfylkingunni hefðu dug og þor, þá er þeim nú væntanlega ljóst að svo er ekki. Þetta svonefnda “viðtal” við Jóhönnu hefur tekið langan tíma að sjóða saman af færustu mönnum Sossanna. Þar fóru fremstir Ómar R. Valdimarsson og Hrannar Björn Arnarsson, en vafalaust hafa fleirri komið að verki.

 

Niðurstaðan er sú sem við sjáum, algjör hrákasmíði. Bara þessi dæmalausa fyrirsögn segir alla söguna um vanhæfni þessa fólks:

 

Iceland ‘Can’t Wait’ for IMF Review, Funds, Sigurdardottir Says

 

Er þetta ekki hámark lélegra vinnubragða ? Hvernig er hægt að hnoða saman svona texta, án þess að segja neitt ? Engum á byggðu bóli nema Sossunum gæti dottið svona klúður í hug. Ef ætlunin var að opinbera fyrir umheiminum, hvernig Bretar og Hollendingar misnota aðstöðu sína hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS), hefði það átt að koma strax fram í fyrirsögninni.

 Að auki er í fyrirsögninni gefið í skin, að Ísland sé við það að gefast upp fyrir þvingunum AGS. Það eru engir að gefast upp nema Icesave-stjórnin og hún er að gefast upp fyrir eigin sundurlyndi og eigin vanhæfni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband