Þolinmæði Íslendinga á þrotum

Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, skaust út úr greni sínu augnablik og veitti íslenskum fréttamanni örstutt viðtal, sem síðan birtist á Bloomberg fréttavefnum.  Það sem Jóhanna sagði í viðtalinu eru engar nýjar fréttir, en hitt er fréttnæmt, að fréttamaðurinn skyldi ná að eiga við hana nokkur orð, þegar hún skaust úr felum og upp á yfirborðið stutta stund.

Jóhanna, sem væntanlega er sjálf afar þolinmóð kona, segir í viðtalinu að Íslendingar séu orðnir óþolinmóðir, eftir endurskoðun lánsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem átti að fara fram í febrúar s.l. og verður það að teljast til stórtíðinda, að hún sé búin að átta sig á þolinmæðisstuðli þjóðarinnar.  Þá fer hún væntanlega að átta sig á því fljótlega, að íslenska þjóðin er algerlega að missa þolinmæðina gagnvart henni sjálfri og ríkisstjórninni í heild.

Fulltrúar þjóðarinnari innan ASí og SA hafa upp á síðkastið lýst þessari óþolinmæði vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum, almenningur hefur sjálfur lýst óþolinmæði vegna hringlandaháttar varðandi skuldamál heimilanna og ekki síður hafa skattgreiðendur lýst óþolinmæði sinni vegna skilningsleysis stjórnarinnar á greiðsluþoli fólksins.

Þolinmæði Jóhönnu sjálfrar lýsir sér vel í þessari setningu, sem eftir henni er höfð:  "Hún væntir formlegs svars frá Hollendingum og Bretum við nýju skilyrðunum innan skamms svo hægt sé að þoka málinu áfram."

Henni liggur ekkert á að ljúka málinu, eingöngu að þoka því áfram.


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband