Ósannsögul og dómgreindarlaus ríkisstjórn

Á Fimmtudaginn í síðustu viku sagði ríkisstjórnin að langþráð viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við þrælasamninginn um Icesave skuldir Landsbankans og sagði Jóhanna, meintur forsætisráðherra, að viðbrögðin væru afar jákvæð og líklega yrði hægt að ganga endanlega frá málinu daginn eftir.

Það gekk ekki eftir, enda komst það upp, að Indriði H., þrælasali, hafði verið að skrifa minnisblað til húsbónda síns, Steingríms J., í flugvél, fyrir allra augum, þann 2. September s.l., þar sem skýrt kom fram að þrælapískararnir höfnuðu fyrirvörunum alfarið.

Þrátt fyrir að þessi niðurstaða hefði legið fyrir í hálfan mánuð, leyfði Jóhanna sér að skrökva því að þjóðinni, að viðbrögðin væru jákvæð og aðeins formsatriði, að afgreiða málið endanlega.  Það er það versta, sem nokkur ríkisstjórn getur gert, að skrökva viljandi að almenningi og hafi Jóhanna ekkii verið að blekkja viljandi, og virkilega staðið í þeirri meiningu að nei þýddi já, þá er hún og ríkisstjórnin öll sek um slíkt dómgreindarleysi, að ekki verður við unað.

Óvíst er, hvort verra er, að hafa ósannsögla eða dómgreindarlausa ríkisstjórn.  Hafi hún báða þessa ókosti, á hún að segja af sér strax.

 

 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mikið er þetta eitthvað fersk og frumleg færsla hjá þér Axel.. Eitthvað svo nýr vinkill

Man ekki áður eftir umfjöllun frá þér áður þar sem þú ferð svona óhefðbundnar leiðir í málfluttning.. Eða þannig..

hilmar jónsson, 26.9.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Víst er málflutningurinn hefðbundinn. 

Var þráðurinn í lygasögunni um viðbrögðin ekki réttur?

Framganga ríkisstjórnarinnar var líka nokkuð hefðbundin.

Axel Jóhann Axelsson, 26.9.2009 kl. 22:39

3 identicon

Meðal þeirra sem hafa í grundvallaratriðum neikvæða sýn á stjórnmálum er hugmyndin  um að þau ráðist af blekkingum og klækjum fyrirferðamikil. Samsæriskenningar eru þær kenningar nefndar sem telja mikilvæga pólitíska viðburði ráðast með leynilegum hætti. Þær er til í ýmsum útgáfum. Sumar halda því fram að stjórnmálabaráttan sé frasi vegna þess að á bak við leiktjöldin sitji hinir raunverulegu valdhafar með alla þræði í sínum höndum. ,, Við búum við nokkrs konar auðmagnssósíalisma, stjórnarfyrirkomulag þar sem pólitíkusarnir dingla í spottum auðmannanna.” segir til dæmis Jóhannes Björn Lúðvíksson ( 1979) í bók sinni falið vald. Og hann heldur áfram: ,, þar lengst til hægri er alræði stjórnvalda og lengst til vinstri er alræði stjórnvalda. Allt þar á milli er aðeins mismunandi  alræði stjórnvalda. Baráttan á milli þessara tveggja póla er skopleikur.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband