Ritskoðunarstofa ríkisins

Katrín, menntamálaráðherra, boðar ný fjölmiðlalög, og þar með stofnun Fjölmiðlastofu, sem ekki kemur almennilega fram hvað á að gera, annað en að fjölga opinberum stofnunum, með tilheyrandi fjölgun opinberra starfa, nú á tímum niðurskurðar í ríkisrekstrinum.

 Mbl. is hefur eftir ráðherranum:  "Að sögn Katrínar er í frumvarpinu gert ráð fyrir stofnun fjölmiðlastofu sem meðal annars er ætlað að sinna eftirliti með fjölmiðlum."  Inn í lögin á einnig að setja fleira, eða eins og segir:  "Þau ná einnig yfir nýja miðla, svo sem netmiðla, sem ekki voru til þegar eldri lög voru sett."

Ráðherrann ætlar að setja frumvarpið á netið, áður en það verður kynnt þingmönnum, líklega til að kanna viðbrögð við þeim og þar með hlýtur hún að vera að gefa í skyn, að þingmenn kunni ekki að nýta sér netið til upplýsingaröflunar. 

Það vakna margar spurningar um hvað þessi stofa á að gera nákvæmlega.   Á þetta að vera riskoðunarskrifstofa?  Hvernig á að tryggja sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum fjölmiðla?  Verður bannað að reka ritstjóra og blaðamenn, nema með leyfi Fjölmiðlastofu?  Verður Fjölmiðlastofa með aðsetur og jafnvel deild hjá Ríkislögreglustjóra? 

Þetta eru aðeins nokkrar spurningar, sem vakna við lestur stofnunar á þessari "stofu".

Vonandi verður þeim ekki svarað á netinu, því þá gætu þingmenn kannski ekki kynnt sér þau.

 


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband