Fokið í flest skjól

Sarkozðy, Frakklandsforseti, hefur nú lýst yfir stríði gegn skattaskjólum og ætlar að þrýsta á G20 ríkin að taka þátt í þeirri herför og hyggst láta til skarar skríða strax um áramótin.

Fyrir suma þjóðfélagshópa, hér og erlendis, er þetta verulegt áhyggjuefni, því eins og dæmin sanna, er hreint ekki hægt að treysta á bankaleyndina lengur, a.m.k. ekki hérlendis.

Við þessar fréttir vakna til dæmis spurningar um það hvar banka- og útrásarmógúlar geti verið öryggir með launareikningana sína í framtíðinni, því allir vita, að menn geta alls ekki verið vissir um að skatturinn sé ekki að snuðra í einkamálum.

Skyldu allir geta sofið rólega í nótt?


mbl.is Sarkozy vill refsiaðgerðir gegn skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband