Fjármála(ó)læsi

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kvartar undan því að ekkert bóli á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til aðstoðar atvinnulífinu og heimilunum í landinu.  Fram kemur í fréttinni, að:  "Andrés segist hafa þær upplýsingar frá bankakerfinu að á milli 70-80% fyrirtækja hérlendis séu með erlend lán, sem séu bundin við svissneska franka og japönsk jen. Hann segir að staðan sé góð hjá um þriðjungi fyrirtækjanna, sem hafi ekki tekið slík lán. Þriðjungur fyrirtækjanna sé hins vegar á leiðinni í þrot. Þarna mitt á milli sé síðasti þriðjungurinn, og nú reyni bankarnir að koma þeim til aðstoðar."

Undanfarið hefur talsvert verið rætt um nauðsyn þess að taka upp kennslu í fjármálalæsi í skólum landsins og er örugglega ekki vanþörf á því, miðað við fréttirnar af því hve mörg heimili eru með erlend húsnæðis- og bílalán.  Ekki minni athygli vekur að aðeins þriðjungur fyrirtækja hafi ekki tekið erlend lán,  því reikna hefði mátt með, að fjármálum fyrirtækjanna, a.m.k. stærri fyrirtækja, væru menn við stjórnvölinn, sem væru sæmilega fjármálalæsir.

Fyrst staðan er slík, að fjöldi einstaklinga og atvinnurekenda tekur þá áhættu að taka sín lán í erlendum gjaldeyri, þrátt fyrir að tekjurnar séu í íslenskum krónum, þá er auðvitað ekki von á góðu.

Það er hins vegar eintómur pilsfatakapítalismi, að grenja á ríkið til að bjarga sér út úr vitleysunni.  Ástandið er greinilega svo slæmt, að ríkið ræður ekkert við það, og allt útlit er orðið fyrir nýja efnahagskollsteypu á næsta ári.

Frá þeim botni, getur leiðin aðeins legið upp á við.


mbl.is Uppgjöf meðal atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband