Betra en vænta mátti

Niðurstaða könnunar Capacent Gallup er betri en vænta hefði mátt, rétt tæpu eftir hrunið, sem varð meira hérlendis en víða erlendis, vegna bankahrunsins, sem önnur lönd urðu ekki fyrir.  Mesta furða er að ekki þó meira en 18% aðspurðra skuli svara því til að endar nái ekki saman og annað sem athyglisvert er, er það að 45% svarenda skuli safna sparnaði. 

Miðað við þessi svör, er ástandið hérlendis ekkert í líkingu við það, sem það er t.d. í Lettlandi, samkvæmt sjónvarpsfrétt um helgina, en þar er ástandið vægast sagt skelfilegt.  Vonandi mun kreppan ekki leika íslendinga svo grátt, sem þar er orðið, m.a. búið að loka mörgum sjúkrahúsum og skólum og atvinnuleysistryggingasjóður þeirra að tæmast og munu atvinnulausir þar með hætta að fá bætur.

Niðurstaða í þá veru, að 75% séu hlynntir niðurfærslu lána er varla marktæk, því hver vill ekki losna við að greiða skuldirnar sínar og að 80%  vilji afnema verðtryggingu er líka skiljanleg, þegar ekki er sagt hvaða vextir kæmu þá á lánin.

Samkvæmt þessari könnun er ástandið talsvert skárra, en umræðan hefur gefið til kynna undanfarið.

Því miður er hætta á að ástandið versni til muna, hætti ríkisstjórnin ekki að flækjast fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, eða knýji fleiri í þrot með skattaæði.


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband