Fyrirvarar við fyrirvarana?

Í anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu, hefur Indriði H. Þorláksson, Icesavesamningasnillingur, kynnt í trúnaði, að hann hafi átt trúnaðarsamtöl við Breta og Hollendinga um fyrirvarana sem Alþingi gerði við snilldarsamning Indriða og Svavars um Icesave.  Í framhaldi af því ætlar Indriði að kynna forystumönnum flokkanna og þingnefndum afstöðu þrælapískaranna, auðvitað í algerum trúnaði.

„Í þessum samtölum hafa komið fram af hálfu Breta og Hollendinga, óformlega og í trúnaði, hugmyndir um hvernig þeir hugsa sér að þeir geti staðið að því að samþykkja fyrirvarana. Það er verið að kynna það fyrir stjórnvöldum hér,“ segir Indriði.

Í samningi Indriða við þrælahöfðingjana kemur fram, að breytingar, sem gerðar verði á samningnum skuli vera skriflegar og undirritaðar af beggja hálfu.  Þannig hljóta Bretar og Hollendingar að eiga að samþykkja fyrirvarana, sem sagt einfaldlega með undirskrift sinni.  Því er einkennilegt að Indriði skuli þurfa að eiga marga leynifundi með þeim um það, hvernig þeir geti staðið að því að samþykkja fyrirvarana.

Varla getur Indriði verið að semja, leynilega, um það, að Bretar og Hollendingar geri leynilega fyrirvara við fyrirvarana.  Auðvitað má eiga von á hverju sem er frá samningasnillingnum.

Einhver hefði getað látið sér detta í hug, að senda annan snilling en Indriða til þessara leynilegu viðræðna, enda vandséð hvernig hann, sem höfundur Icesave þrælasamningsins, gæti verið góður kostur til þess að útskýra fyrir þrælahöfðingjunum, af hverju Alþingi féllst ekki skilyrðislaust á snilldarsamninginn, sem Indriði var óþreytandi að dásama fyrir íslensku þjóðinni.

Án þess að nokkru leyndarmáli sé uppljóstrað, er óhætt að segja að það sé margt skrýtið í kýrhausnum.


mbl.is Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Verður ekki Svavar kallaður til í laumi?

Sigurður Þórðarson, 17.9.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég læt ekkert hafa eftir mér um þetta mál. Ég treysti því að þessi athugasemd mín verði ekki látin tefja málið. Usssssss.

Árni Gunnarsson, 17.9.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband