Bretar og Hollendingar sveifla þrælapískinum

Nú er komið í ljós, að Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörum Alþingis um ríkisábyrgð á Icesaveskuldum Landsbankans og það er eins og við manninn mælt, að hin þreytuhokna Jóhanna og umskiptingurinn Steingrímur snúa strax svipubörðum afturenda sínum að þrælahöfðingjunum og nánast grátbiðja um að fá að ganga svipugöngin aftur.

Undirlægjuháttur Steingríms í málinu er nánast óskiljanlegur, en ræfildómur Jóhönnu kemur ekki á óvart, enda lítur hún á Icesavesamninginn sem aðgöngumiða að ESB og til þess að komast þangað inn, er Jóhanna og Samfylkingin tilbúin að fórna hvaða hagsmunum þjóðarinnar sem er.

Ríkisábyrgðin með þeim fyrirvörum, sem Alþingi setti fyrir henni, var afgreidd, illu heilli fyrir þjóðina, sem lög frá Alþingi og því ber ríkisstjórninni að fara eftir þeim lögum, en ekki í kringum þau.  Því er ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins afgerandi, en hún er svona: 

„Höfnun Breta og Hollendinga á þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í lok ágúst við Icesavesamningana, felur í sér að ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna tekur ekki gildi.

 

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur að ekki komi til greina að hverfa frá þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti vegna ríkisábyrgðarinnar.

 

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki heimild til að víkja frá þeim skýru fyrirvörum sem gildandi lög kveða á um.”

Málið er í raun einfalt, annaðhvort samþykkja þrælahöfðingjarnir fyrirvarana eða ekki.  Geri þeir það ekki, tekur ríkisábyrgðin ekki gildi og samningurinn þar með ónýtur. 

Þá þarf að setja saman alvörunefnd til að koma Bretum og Hollendingum í skilning um að þessar skuldir séu ekki á ábyrgð íslensku þjóðarinnar, samkvæmt tilskipun ESB.


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf bara ekki að kalla til hinn bráðsnjalla Svavar til að semja aftur. Sá aðili sem nýtur um þessar mundir mest traust þjóðarinnar sagði á sínum tíma að "Svavar myndi landa glæsilegum samningi" ! ! ! Einfalt.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband