Ungverjar kaupa hitaveitur á Íslandi.

Ef fyrirsögnin hér að ofan myndi einhvern tíma birtast í íslenskum fjölmiðlum, yrði allt brjálað á Íslandi, bloggheimar færu á hvolf, útifundir yrðu haldnir á Austurvelli og borgarfulltrúar, jafnt sem Alþingismenn væntanlega gerðir útlægir úr landinu.

Þegar Íslendingar fjárfesta í orkuiðnaði erlendis og gengur svo vel, að þeir græða á verkefninu, jafnvel milljarða, þá eru Íslendingar stoltir af sínum mönnum og finnst ekkert sjálfsagðara en þeir eigi og reki hitaveitur um allar heimsins jarðir.  Þegar útlendingar fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði, verður allt vitlaust, af því að hætta er á því að helv....... útlendingarnir séu að því til þess að græða á sauðsvörtum almúganum hérlendis.

Sama gildir í raun um allan annan atvinnurekstur, öllum finnst sjálfsagt að Íslendingar geti keypt hvaða atvinnurekstur sem þeim sýnist erlendis og því meira sem þeir græða, því betra.  Jafn sjálfsagt finnst mörgum að berjast með kjafti og klóm, gegn hvers konar erlendri fjárfestingu á Íslandi.

Er þetta ekki einhver brenglun í þjóðarsálinni?


mbl.is Mannvit í milljarða útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er nú eitt að kaupa hitaveitur og annað að aðstoða við byggingu þeirra. Þannig hafa Íslendingar líka fengið talsverða erlenda aðstoð við virkjanabyggingar hingað til án þess að talið sé ástæða til að gefa eftir eignarhald veitustarfseminnar.

Héðinn Björnsson, 17.9.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ungverjum virðirst að minnst kosti vel líka, að einkafyrirtækið PannErgy skuli eiga og reka hitaveitur þar í landi.  Hér er öll einkavæðing í orkuframleiðslu bannorð, hvort sem eigendurnir eru íslenskir eða erlendir.

Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég skil það svo að PannErgy sé að stofna félög með sveitarfélögunum um rekstur hitaveitna á hverju svæði fyrir sig, svo þarna virðist um blandaðan rekstur að ræða. Lög í Ungverjalandi um rekstur auðlinda er trúlega með öðrum hætti en hér á landi. Þetta er að mínu viti mun skynsamlegri leið til nýtingar á þessari auðlind, en okkar leið til að nýta fiskinn í sjónum. Þar kemur vart til álita að sveitarfélög fái að eiga og nýta kvóta, heldur skal sú auðlind vera í höndum einkaaðila. Reynslan af því er mikil spilling og brask eins við vitum öll.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Axel Jóhann. Fyrirsögnin þín á bloggfærslunni er ekki í neinum takt við fréttina, heldur vísar þú í hugsanleg kaup Ungverja á hitveitum hér. Það er svo sem gott og blessað að vera með slíka draumóra, en um þá snýst fréttin alls ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hólmfríður, fyrirsögnin kom upp í hugann vegna hugleiðinganna um tvískinnunginn gagnvart ísleskri "útrás", í góðri merkingu þess orðs, og erlendri "innrás.

Samkvæmt íslenskum lögum geta einkaaðilar ekki átt orkuauðlindirnar, en þeir geta stofnað fyrirtæki til að nýta orkuna og greiða þá auðlidagjald til viðkomandi eiganda, oftast sveitarfélags.  Það finnst ansi mörgum vera það sama og hjartað sé slitið úr brjóstinu.

Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband