15.9.2009 | 17:17
Farsæl og góð niðurstaða
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú staðfest samninginn um sölu hlutabréfa OR í HS orku til Magma Energy og verður sú farsæla og góða niðurstaða væntanlega til þess, að HS orka fær nú frið til uppbyggingar og frekari virkjanaframkvæmda á Reykjanesi. Til þess þarf tugmilljarða erlent lánsfé, sem Magma Energy hefur skuldbundið sig til þess að útvega til framkvæmdanna og vonandi veður hafist handa sem allra fyrst.
Fyrir nokkrum dögum var kynnt sú gleðifrétt, að Norðuál hefði náð samningum við þrjá erlenda banka um fjármögnun álvers í Helguvík og þegar nú bætist við, að útlit sé fyrir að tryggt sé að fjármagn fáist til frekari rafmagnsframleiðslu í nágrenninu, verður vonandi ekki langt þangað til framkvæmdir komist í fullan gang og skapi hundruð starfa á byggingartíma virkjananna og álversins.
Alltaf er ákveðinn hópur fólks, sem sér drauga í hverju horni, þegar rætt er um atvinnuuppbyggingu, ekki síst ef erlendir aðilar tengjast henni á einhvern hátt, en það er einmitt erlent áhættufé, sem mest þörf er fyrir í landinu um þessar mundir.
Þeir sem öskruðu, æptu og gerðu sig að fíflum á áheyrendapöllum borgarstjórnar, þurfa sjálfir að taka til sín, flest af þeim svívirðingum, sem þeir frussuðu framan í borgarfulltrúana, t.d. þetta: Djöfull megiði vera stolt af því sem þið hafið gert í dag."
Sala í HS Orku samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíða má í 5-10 ár og bíða með að redda fjármagni. Skamsýni er ekki það sem við þurfum á að halda í dag.
Það sem nú gerist er að erlendir aðilar eignast orkufyrirtæki. Erlendiraðilar eignast afnotarétt á auðlindum sem íslenskur almenningur á. Erlendir aðilar þurfa ekki nema að ná 1 stjórnarmanni af íslendingunum á sitt band til þess að geta hækkað hér orkuverð.
Þetta er þjóðar og borgarhagsmunir sem ekki má hreyfa við.
Og það sem bætir síðan gráu ofan á svart er að hagnaður af afnotum rafmagnsins verður sendur úr landi. Við það tapast margtfallt meiri verðmæti úr landinu en við erum að skapa með því að búa til einhver örfá störf í 2-3 ár.
En verði þér að góðu þetta er það sem á að bjóða þjóðinni uppá.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:32
Virkjun fyrir hvað? Orku handa hverjum? Ál fyrir hvern? Og peninga fyrir hvern?
Ekki mig, ekki mömmu mína, ekki ömmu mína né nokkurn af vinum mínum allavega. Mér persónulega langar að eiga þessar auðlindir. Kannski til að keyra örbylgjuofninn minn eða til að keyra rafmagnsbílinn minn. En mér langar ekki að einhver annar eigi þetta fyrir mína hönd, lætur mig framleiða ál fyrir sig svo hann geti selt það.
Ég gæti átt orkuna eða peninginn af henni. En í staðinn þá á einhver annar bæði orkuna og peninginn. Það sem ég fæ í staðin er möguleikinn að vinna fyrir þá. Þeir fá frítímann minn í kaupbæti.
Erlent lánsfé, áhættufé eða skuldafé, eða hvað sem þetta nú heitir tilheyrir ekki raunveruleikanum og er því ekki það sem mest þörf er á núna. Persónulega hef ég lifað ágætlega án þess að nokkurntíman hafi ég þurft erlent lánsfé fyrir nokkurn hlut. Ég hef unnið hjá fyrirtækjum sem hafa þrifist ágætlega, veitt sinn fisk, framleitt sína orku og gefið mér hluta af arðinum án þess að hafa nokkurntíman þurft erlent lánsfé.
Þetta ágæta fólk sem þú segir sjá drauga er það fólk sem sér raunveruleikan. Sér hlutina eins og þeir raunverulega eru, en ekki í gegnum gerviþarfir kapítals og trúar. Þetta er fólk sem sýnir fyrirmyndarhegðun. Fólk sem við ættum að líta upp til.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:34
Arnar, ég var búinn að blogga fyrr í dag, og þar getur þú séð mína skoðun á flestu, sem þú ert að fjalla um hérna. Til að endurtaka það ekki, bendi ég þér á að lesa það hérna
Rúnar Berg, þú þyrftir að komast inn í raunheima, því varla nokkurt íslenskt sjávarútvegs- eða fiskvinnslufyrirtæki á Íslandi er ekki með erlend lán, enda er það eðlilegt, þar sem þeirra tekjur eru að mestum hluta í erlendum gjaldeyri. Jafn vitlaust væri af þér að taka erlent lán, ef þú hefur þínar tekjur í íslenskum krónum.
Það sem mest þörf er á núna, eru fleiri ný fyrirtæki og að koma þeim fyrirtækjum sem ennþá lifa, á betri rekstrargrundvöll. Þannig munt þú halda áfram að fá laun og þannig gætu fleiri en þú fengið laun, í stað atvinnuleysisbóta núna.
Það er nefnilega verið að virkja fyrir þig og alla þína ættingja, svo þeir geti haft það betra í framtíðinni.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 17:43
þú hlýtur að vera einfrumungur því svona heimska getur ekki komið frá neinu með- fleiri en eina heilafrumu!!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:47
"Þeir sem öskruðu, æptu og gerðu sig að fíflum á áheyrendapöllum borgarstjórnar, þurfa sjálfir að taka til sín, flest af þeim svívirðingum, sem þeir frussuðu framan í borgarfulltrúana, t.d. þetta: „Djöfull megiði vera stolt af því sem þið hafið gert í dag."
Það var ég sem sagði það og skammast mín ekki neitt. Þetta er afleitur samningur... hagnast enginn á honum nema kanadíska skúffufyrirtækið í Svíþjóð.
Heiða B. Heiðars, 15.9.2009 kl. 18:06
Það eru menn eins og þú sem fær mann næstum til að skammast fyrir að vera sjálfstæðismaður.
Álver og virkjanir eru dýrasta leið til þess að skapa atvinnu og störf.
Ef við skoðum dæmið aðeins að til þess að byggja álver þá þarf að virkja. áhættuna af þeirri skuldbindingu hefur iðulega verið skellt á íslenska ríkið eða fyrirtæki í eigu þess.
Álverið er byggt oftar en ekki með erlendu vinnuafli sem er flutt tímabundið til landsins og því ekki mikill hagur í því fyrir íslendinga.
Eftir að álverið er sett í gang þá er því seld orka á svo lágu verði að það tæki íslenska ríkið 100 ár að hagnast eitthvað af raforku notkun álversins.
Álverið starfar síðan og selur ál úr landi. Þessi sölu hagnaður er ekki gerður upp á íslandi því einungis framleiðsla fer fram hér. Því skapast enginn gjaldeyrir við þessi álver.
Starfsfólkið sem síðan borgar skatta af sínum launum myndi hvort eð er borga skatta ef það væri að vinna önnur störf. Önnur störf sem gætu verið miklu hagkvæmari fyrir þjóðfélagið.
Auk þess hefurðu engu til svarað um það hvort að hætta væri á því að erlendir eigendur gætu hækkað raforku verðið.
Það gerist kannski ekki á meðan það er minnighluta eign. En nú þegar komið er fordæmi þá telja menn sig hafa bessaleyfi til að selja allar virkjanir og áður en við vitum af erum við komnir með virkjanir í meirihluta eigu erlendra aðila og þeir víla sér ekki við að hækka orkuverðið.
Svo þegar til langstíma er litið þá mun arfur og hagnaður orkufyrirtækisins vera margfallt meiri en þeir peningar sem þeir leggja í þetta og sá peningur á allur eftir að fara hvert ??? Jú útúr landinu.
Ekki helduru að þeir ætli að koma með peninga hingað til þess að gefa okkur þá ?? Nei þeir ætlast til þess að ávaxta þá og fá þá margfalda til baka.
Er þá ekki til lengri tíma litið skárra að halda þessu í eigu íslendinga ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:14
Ragnar, ef þú hefur notað allar þínar heilafrumur við að berja saman þessa athugasemd, þá veitir greinilega ekki af að spara þær, til að eiga einhverjar eftir til elliáranna.
Heiða, sumir kunna að skammast sín og aðrir ekki. Það fer alveg eftir þroska - og siðferðisstigi hvers og eins.
Arnar, ef þú þarft að skammast þín fyrir eitthvað, þá er það að þykjast vera sjálfstæðismaður. Hvaða atvinnuvegir heldur þú að séu að skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið núna. Það eru nefninlega álverin, ásamt sjávarútvegi og ferðaiðnaðinum.
Það rekur enginn fyrirtæki, hvorki Íslendingar né útlendingar, án þess að ætla að reka það með hagnaði. Enginn rekur fyrirtæki til lengdar með tapi, og ef þú hefur ekki skilning á því, þýðir ekkert að vera að þrátta við þig um það, eða annað.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 19:04
5 ár til eða frá breyta ekki öllu í rekstri ríkis orku fyrirtækjana.
Það kæmi fjármagn um leið og markaðir fara aftur í gang að nokkrum árum liðnum.
Þetta kallast hreinlega að redda sér fyrir horn og hugsa um daginn í dag og á morgun en ekki næstu vikuna.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 19:35
Og þú hefur ennþá ekkert sagt við því að erlendir eigendur gætu ekki beitt sér fyrir eða hreinlega hækkað orkuverð.
Í þessu dæmi eru örfáir einkaaðilar sem í boði sjálfstæðisflokksins og framsóknar fengu að eignast hlut í orkufyrirtækjunum að hagnast og á kostnað okkrar hinna.
Ég er sjálfstæðismaður en menn eins og þú víkja svo langt útaf sjálstæðisstefnunni að hún er litin hornauga hér á landi. En það verður breyting þar á á næstu misserum.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 19:39
Arnar, þú segir á einum stað að Íslendingar hafi selt rafmagn til stóriðju allt of ódýrt og hafi aldrei grætt neitt á þeirri raforkusölu, sem er auðvitað alger vitleysa, því virkjanirnar greiða sig upp á 30-40 árum með raforkusölu til stóriðjunnar.
Svo talar þú um að útlendingar gætu hugsanlega hækkað raforkuna, sem hlyti þá að vera hið besta mál, a.m.k. í þessu tilfelli, þar sem orkan á að fara að mestu leyti til stóriðju. Ekki er rafmagn til heimila á föstu verði til eilífðar og rafveitur og hitaveitur hækka verð til heimila þegar þeim dettur sjálfum í hug og er sú verðlagning algerlega frjáls, enda á að heita samkeppni í raforkudreifingu á Íslandi.
Þú hlýur að skilja það, að allir sem selja þér eitthvað, eru að reyna að hagnast á þinn kostnað. Það gera þeir til þess að geta rekið fyrirtækin sín áfram. Það á líka við um orkufyrirtæki, hver sem á þau.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 20:11
Afi minn bygðu upp þetta land (bókstaflega) Faðir minn var einn sá fyrsti til að hafa vit á orkulausnum fyrir Íslendinga.
Í dag sagði ég mig úr Sjálfstæðisflokknum.
Fólk eins og þú Axel eru ástæðan. Þegar þú sérð ekki í hendi þér hvað þetta er vitlaust þá ertu ekki þess verður að ræða það frekar.
Sala á orkuauðlindum á krepputímum hefur ekki einu sinni í veraldarsögunni borgað sig fyrir þjóðfélag.
Þú ert gervilausnarsérfræðingur eins og þeir sem einkavæddu sjávarútveginn og bankana. Orkuauðlindirnar eru svo verst af þessu öllu.
Sorgardagur fyrir Ísland og menn eins og greinarhöfundur þessarar síðu munu halda áfram að koma okkur í verri mál. Sjáið til.
P.s ég var raunverulega að segja mig úr flokkum í dag.
Þröstur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:34
Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.
Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.
Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.
Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.
Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.
Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.
Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.
Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:20
Þröatur, eins og þeir sem þekkja þig hljóta að gera, þá harma ég innilega að gáfur föður þíns skuli ekki hafa erfst.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 21:24
Faðir minn var aldrei í Sjálfstæðisflokknum og ég mjög stutt. (þeim mistökum lauk í dag og koma aldrei aftur) Þannig að okkar gáfur eru báðar miklar. Hans þó greinilega sýnu meiri því það er mjög góður mælikvarði. Í raun bygði hann upp raunveruleg verðmæti fyrir okkur Íslendinga og hatar þinn flokk í dag fyrir að selja þau. (svo ekki sé minnst á einkavæðingu bankana og sjávarútvegsins)
Fyrst þú telur þig mikinn mann að vega að gáfnafari gestabloggara þinna þá held ég að allir hérna sjái hvaða mann þú hefur að geyma. Skíthæll heitir það á góðri Íslensku. Auk þess ber það vott um afskaplega lítið gáfnafar að setja út á persónu fólks þó þú sért ekki sammála þeim.
Ef það fór svona óskaplega fyrir brjóstið á þér að vera kallaður gervilausnasérfræðingur þá byðst ég forláts. En staðreindinn er sú að þessu
lausn er verri en gervilausn. Hún er bæði fjárhagslega skaðleg til langframa og mun líka brjóta niður samtakamátt landsmanna.
Hagfræðingurinn og Nópelsverðlaunahafinn Josep Stiglits sagði þetta vera eitt það versta sem við gætum gert. Hann sagði jafnframt að ómengandi orka yrði brátt 3 sinnum verðmætari en hún er í dag. Er hann ekki næsti heimski maður á listanum hjá þér litli kútur ?
Stupid is what stupid does=Sjálfstæðismenn og Frammsókn.
Már (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:55
Már, sem áður hést Þröstur, ef gáfurnar eru svona miklar, er minnið a.m.k. afar lélegt, ef þú manst ekki einu sinni nafnið þitt á milli blogga.
Þér finnst ekki við hæfi, að fjallað sé um hversu ógáfulegar athugasemdir þínar séu, en sjálfur telur þú þig geta komið í heimsókn inn á síður og kallað bloggarann skíthæl og heimskingja.
Kurteisir gestir fara úr skítugu skónum við útidyrnar.
Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2009 kl. 08:41
Hallur, það er ekki leigutíminn sem er vandamálið. Það er hver á hann.
Og Axel rétt er það að allir sem selja eitthvað reyna að hagnast á því. Þessvegna er farsælast að íslenskur almenningur eigi orkuveiturnar en ekki einkaaðilar. Það er hagur okkar að borga nógu mikið til að reka orkufyrirtækin á sléttu og fá rafmagnið eins ódýrt og hægt er.
Þegar einkaaðili kemst yfir orkufyrirætkin þá förum við að borga mikið meira.
Og hvað með allt fjármagnið sem þessir erlendu aðilar eiga eftir að hagnast á þessu ? Það verður gjadeyristap fyrir íslenska ríkiskassann. Miklu meira tap en þessir smámunir sem þeir settu í dæmið núna. En nei þú gast fyllt á hann í gær. Til hamingju hann verður tómur á morgun.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:33
Hvað um allan gjaldeyrinn, sem væntanlegt álver á Suðurnesjum á eftir að flytja inn í landið?
Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2009 kl. 10:58
Eins og ég hef sagt áður að þá mætti bíða í 5 ár eftir að ríkið geti fjármagnað virkjun.
Sá gjaldeyrir sem kemur í landið af álverinu getur haft góð áhrif ef hann fer í fjárfestingar í fyrirtækjum hérlendis. En þar sem hann er allur í eigu einkaaðila er enginn trygging fyrir því. Sá gjaldeyrir kemur heldur hvergi fyrir á efnahagsreikningi ríkis- eða borgarstjórna.
Gjaldeyrir sem tapast við það að senda hagnað af orkufyrirtækjum úr landi eru upphæðir sem munu beinlínis vanta inn í efnahagsreikninga borgar og ríkistjórnar við munum finna fyrir því.
5 ár eru stuttur tími og að 5 árum liðnum verða áhrif bankakreppunnar farin að dvína. Hefði þessi ríkisstjórn einhver bein í nefinu værum við ekki svona skuldug og ættum greiðan aðgang að lánsfjármagni um leið og markaðir fara af stað aftur.
Þetta er því skammsýni og blóðugt þegar til lengri tíma er litið.
Varðandi álverin að þá bendi ég þér á http://a2.blog.is/blog/a2/entry/842275/
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:00
Axel, þú fullyrðir að það sé verið að virkja fyrir mig og alla mína ættingja. Að salan á auðlyndum sé liður í því.
Ég get skilið það að menn vilji alltaf meira af því sem er gott. Tekjur af hinu og þessu gefur þér tækifæri á að borða Ísraelska lárperu á Íslandi í janúar. En meira er ekki alltaf raunveruleikinn. Ég hafði það anskoti nógu gott af Svartsengisvirkjun einni saman, meira að segja áður en hún var stækkur margfallt. Ég hafði heitt vatn og rafmagn í allt það sem ég þurfti, vildi og rúmlega það. Þar fyrir utan fékk ég samt að horfa á banarískt sjónvarpsefni og borða banana frá Ekvador. Svo stækkuðu þeir Svartsengisvirkjunina og ég veit ekkert hvernig lífið mitt breyttist, nema jú ég fékk nýtt og stærra Bláa lón til að baða mig í. Og svo byggðu þeir Reykjanesvirkjun og það eins sem breyttist var að Gunnuhver varð allt í einu hættulegur og nú sér maður stærðarinnar virkjun í hvert skipti sem maður fer á Valahnjúka. Jújú, einhverjir kapítalistar fengu meiri orku til að selja og gátu keypt sér einkaþyrlur og ráðið vinnuafl frá langtíburtistan. Mögulega urðu til fleiri stöðugildi. En samt varð atvinnuleysi ekkert minna. Mögulega vegna þess að fólk vann einfaldlega bara meira, á meiri hraða, lengri vinnudaga og fyrir minni pening.
Núna þegar verið er að reisa nýtt álver, stærri virkjanir fyrir meira erlent lánsfé en nokkru sinni fyrr þá get ég ekki ályktað öðruvísi en að þróunin verði eins að eðlisfari, nema bara meiri og hraðari en áður. Að atvinnuleysi haldist kannski stöðugt, en á móti fer fólk að vinna meira, hraðar og fyrir minni pening. Og á móti græða fleiri einstaklingar, kapítalistar, meira af raunverulegum verðmætum. En lífið mitt breytist að öðru leyti ekki mikið. Nema þá að ég þurfi að vinna meira og hraðar en áður. Og jú kannski get ég keypt mér 100 hestafla bíl í stað 80 áður.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:05
Svo að já. Ef að þú telur að það sé betra fyrir mig að vinna meira og hraðar en áður og fyrir minni pening á móti þess að ég fái kannski dálitla uppfærslu á veraldlegum gæðum í takt við tíman, að þá já. Þá kemur þessi sala mér sannarlega til góða í framtíðinni
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:08
Rúnar, þetta er kannski full mikið í hina áttina hjá þér. Miðað við það sem þú skrifar myndirðu bara sóma þig vel í sovíet ríkjunum.
Raunverulegur hagnaður af orkufyrirtækjum á að skila sér í betri lífsgæðum fyrir fólkið í landinu. Við eigum að byggja betra og öruggara vegakerfi. Betri mennta og heilbrygðiskerfi og svo framvegis fyrir peningana.
En það sem hefur viðgengist er að embættismenn selja vinum sínum þetta ódýrt og þeir græða þá bara í staðinn. Það er það sem gerist núna. Einkaaðilar hagnast um of af sameign okkar íslendinga sem á að nýta til að bæta okkar lífskjör.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:18
Eini munurinn á einkaaðilla með völd og embættismanni með völd er að embættismaðurinn þarf leyfi frá almenningi en einkaðillinn frá embættismönnum, en báðir hyrða þeir arðinn af annarra manna vinnu.
Persónulega treysti ég hvorugum til að redda þessari orku. Mest treysti ég verkamönnunum, þeim sem raunverulega skaffa mér þessa orku.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:58
Já ok Rúnar. Hver á þá að setja verkamennina í að vinna orkuna ?
Og redda orkunni hvað ? Þetta snýst um að nýta hana til hagsmuna sem flestum það er enginn að fara að bjarga þessari orku eitt nét neitt.
Ég á allavega mjög erfitt með að skilja hvað þú ert að meina eða átt við.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.