Óábyrgir borgarfulltrúar

Það er með ólíkindum að fylgjast með hálf barnalegu þrasi stjórnarandstæðinga í borgarstjórn vegna sölu OR á hlut sínum til Magma Energy.  Allt er tínt til í aumkunarverðri tilraun til að gera söluna tortryggilega og ekkert tillit til þess tekið, að samkvæmt úrskurði samkeppnisstofnunar varð OR að selja sinn hlut og átti í raun að vera búin að því, en kaupandi hafði ekki fundist fyrr.

Í þeirri efnahagskreppu sem nú er við að eiga, er aðkoma erlendra fjárfesta að íslensku efnahagslífi, það sem mikilvægast er í endurreisninni og því ætti að fagna kaupum Magma Energy, en ekki gera allt sem illur hugur getur fengið menn til að gera til að tefja og spilla fyrir slíkri fjárfestingu.

HS orka hyggur á fimmtíumilljarða fjárfestingu á næstunni og til þess þarf erlent fé og Magma Energy getur útvegað þann gjaldeyri og ef eitthvert vit væri í viðbrögðum manna við aðkomu fyrirtækisins að HS orku, ættu þau viðbrögð að einkennast af fögnuði en ekki óvild og hatri á öllum fjárfestingum erlendra aðila í íslensku atvinnulífi.

Erlendum aðilum gefst nú kostur á að kaupa Íslandsbanka, sem á, eða hefur öll tök á, Geysi Green Energy, sem á meirihluta í HS orku. 

Stjórnmálamenn vita ekki alltaf hvað á að gera við aðra höndina, meðan þeir klóra sér einhversstaðar með hinni.


mbl.is Endurskoðendur í svaðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr,heyr.  Hverju orði sannara

Baldur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband