Verður Högum haldið til haga?

Skiptafundur verður í þrotabúi Baugs klukkan tvö í dag og munu kröfur vera á fjórða hundrað milljarða króna og eru bankarnir stæstir kröfuhafa, eða eins og segir í fréttinni:  "Stóru viðskiptabankarnir eru langstærstu kröfuhafarnir en þeir voru allir mjög duglegir að lána Baugi Group fyrir bankahrunið." 

Bankarnir voru duglegir að lána Baugi, en þeir virðast hins vegar ekki leggja jafn mikinn metnað í kröfulýsingarnar, því kröfu Landsbankans að upphæð 94 milljarða króna var hafnað "að svo stöddu", því haft er eftor sloðtastkóranum:  "Erlingur sagði í samtali við Morgunblaðið 9. september síðastliðinn að kröfum stærstu kröfuhafa í þrotabú Baugs Group er hafnað þar sem ýmist  kröfulýsing væri ekki fullnægjandi eða ekki lægi fyrir upplýsingar um verðmæti undirliggjandi veða."

Einnig hefur komið fram, að Kaupþing aðstoðaði Jón Ásgeir við að koma Högum undan þrotabúi Baugs, skömmu fyrir bankahrunið, og veitti til þess eitt kúlulán að upphæð 30 milljarða króna, sem Jón Ásgeir segir nú, að kröfuhafar geti tapað, ef hann fái ekki tíma til að endurfjármagna Haga með erlendu hlutafé, sem "vinir" hans í Bretlandi ætli að leggja fram á næstu árum.

Kröfum í þrotabúið er ekki haldið almennilega til haga.

Ætli Högum verði frekar haldið til haga?

 


mbl.is Kröfuhafar Baugs funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband