Fáráðlegar röksemdir

Það eru nokkuð skringilegar röksemdir, að Jóh Magnússon, lögmaður, eða hvaða einstaklingur annar, skuli teljast vanhæfur í embætti saksóknara, út á það eitt, að hafa lýst skoðunum sínum á mönnum og málefnum opinberlega.  Á blogginu hefur Jón Magnússon ávallt verið málefnalegur og sagt skoðanir sínar, án þess að lýsa sök á menn, en eingöngu sagt sína skoðun, tiltölulega umbúðalaust.

Hvenær eru menn búnir að segja of mikið til að verða vanhæfir í sakamáli.  Um leið og saksóknari tekur mál til rannsóknar, er hann þá ekki um leið búinn að gefa upp þá skoðun sína, að hann telji að þeir, sem rannsóknin beinist að, séu líklega sekir um glæp.  Að ekki sé talað um, þegar hann stefnir viðkomandi fyrir dóm og ákærir þá um tiltekna glæpi, þá hlýtur hann að gera það, vegna þess að hann sé á þeirri skoðun, að viðkomandi séu glæpamenn.

Varla verður saksóknari vanhæfur í málinu, þrátt fyrir svo afdráttarlausa yfirlýsingu á skoðun sinni, þvert á móti reynir hann að sannfæra dómarann um að þetta álit sitt á sakborningunum sé rétt.  Verjendur reyna síðan að leiða fram rök, sem eiga afsanna þessa skoðun saksóknarans.

Það er alveg fáráðlegt að dæma menn vanhæfa til embættis vegna þátttöku þeirra í almennri þjóðfélagsumræðu.

Enda er þetta fyrirsláttur í þessu tilfelli.  Þarna ráða stjórnmálaskoðanir Jóns, en málamyndaástæður fundnar til þess að hafna honum.


mbl.is Jón dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki verið að undirbúa þjóðina fyrir að Eva Joly verði dæmd vanhæf af dóms - og stjórnvöldum, og allt það starf sem hefur verið unnið af hennar fólki. 

Samfylkingin lagðist hörð gegn ráðningu hennar og hefur reynt það sem hún hefur getað til að gera hana tortryggilega og erfitt fyrir með að halda upp eðlilegri starfsem hérlendis, eins og konan benti á með svo áhrifaríkum hætti í fjölmiðlum.

Af gefnu tilefni er ekki óeðlilegt að samsæriskenningar kvikni þessi misserin þegar flokkarnir og stjórnmálamenn hafa verið í aðalhlutverkum hrunshryðjuverkamanna, og eða nátengdir þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eva Joly hefur verið með sterkari fullyrðingar en Jón Magnússon um glæpsamlegt athæfi ýmissa banka- og útrásarmógúla.  Hún er auðvitað ekki saksóknari, heldur aðstoðarmaður sérstaks saksóknara, en eftir sem áður hefur verið reynt, af lögmönnum sem tengjast útrásarmógúlunum sérstaklega, að koma þeirri skoðun á kreik, að hún geti eyðilagt málin með yfirlýsingum sínum.

Það, eins og rök dómsmálaráðherra í máli Jóns, er auðvitað algerlega út í hött, eða ætti að minnsta kosti að vera það.

Það sást hins vegar í Baugsmálinu fyrsta, að öllum brögðum verður beitt til að flækja og tefja málin, þegar þau koma fyrir dómstóla.

Axel Jóhann Axelsson, 14.9.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband