Gömul lumma og mygluð

Þegar nóg ætti að vera til að fjalla um í fréttum, er dregin upp tveggja ára göámul kjaftasaga og birt í fjölmiðlum, ein og um einhvern sannleika sé að ræða, en auðvitað eru engar sannanir fyrir þeim ásökunum sem fram koma í kjaftasögunni.

Að fjölmiðlar, sem vilja' ð láta taka sig alvarlega, skuli birta aðra eins vitleysu og þetta, er þeim til háborinnar skammar og að mbl.is skuli taka upp þetta ómerkilega kjaftæði, sem DV hefur ekki séð ástæðu til að blása út, er alveg með ólíkindum.

Nóg ætti að vera til af raunverulegu efni um banka- og útrásarmógúla, þótt ekki séu eltar uppi hvaða  kjafta- og rógsögur, sem fólki dettur í hug að spinna upp um þessa menn.

Ef til vill koma sögur um eitthvað sem einhver taldi líklegt að einhver hefði gert einhverntíma.


mbl.is Anna Kristine var þjófkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

er þessi frétt lygi????

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru engar sannanir fyrir þessum dylgjum og góð fréttamennska byggist á því, að hafa öruggar heimildir fyrir fréttum sínum.

Allir, sem hafa lent í því að greiðslukorti hafi verið hafnað í verslun, eða annarsstaðar, geta búið til hinar ýmsu samsæriskenningar um málið.

"Frétt"

sem DV skrifar ekki um er náttúrlega engin frétt, því DV er nú ekki vant að virðingu sinni og birtir alls kyns sora og samsæriskenningar um allt og ekkert, en það blað sá ekki einu sinni ástæðu til þess að fjalla um þessa þvælu.

Þarf frekari vitna við um þessa "frétt"

Axel Jóhann Axelsson, 13.9.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband