Hver greiði fyrir sig

Tóbaksvarnarþing Læknafélags Íslands hefur reiknað það út að pakkinn af sígarettum þyrfti að fara í þrjúþúsund krónur, til þess að reykingamenn greiddu sjálfir allan samfélagslegan kostnað, sem af reykingunum leiða.  Ekki skal þessi útreikningur dreginn í efa, þótt ekkert komi fram um það, hvernig þetta sé reiknað út, en væntanlega eru laun lækna og annarra heilbrigðisstétta stór liður í þessum kostnaði.

Með sömu rökum ættu bílstjórar að greiða sjálfir fyrir allan kostnað sem samfélagið hefur af akstri þeirra og þeim slysum, sem þeir valda með gáleysislegum akstri.  Allir sem drekka áfengi eiga þá auðvitað að greiða allan "samfélagslegan kosnað" sem þeir valda með fíkn sinni og drykkju, en allir vita að meirihluti allra manndrápa og annarra líkamsmeiðinga, eru af völdum fólks, sem er undir áhrifum áfengis, eða annarra vímuefna.  Hver sá, sem veldur einhverjum "samfélagslegum kostnaði" á samkvæmt þessari kenningu, að bera persónulega ábyrgð á þeim kostnaði og greiða hann úr eigin vasa.

Fréttinni lýkur svona: "Á Tóbaksvarnarþingi kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að þeir sem reyktu sæju sjálfir um að greiða þann kostnað sem væri af fíkn þeirra."

Á þennan veg álykta hámenntaðir læknar, sem hafa stundað langt og strangt háskólanám, sem hefur í för með sér mikinn "samfélagslegan kostnað".

Skyldu þeir hafa greitt þann kostnað allan úr eigin vasa?


mbl.is Pakkinn þyrfti að fara í 3000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og svo ættu þeir sem fara upp á hálendið og á sjó sjálfir að borgar fyrir björgunaraðgerðir með sömu rökum.

Óli (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:02

2 identicon

Ef ég fæ mér nautasteik kostar hún jörðina 11.000 lítra af vatni (eða eitthvað í þá áttina). Fræðileg tala, ekki satt? Hvað hef ég áhuga á því að vita hvað beljan þurfti að drekka mikið um ævina, og hversu mikið vatn var notað til að framleiða fóðrið fyrir hana (margir aðrir punktar koma inn í dæmið í viðbót).

Sama gildir um þessa sígarettupakkatölu - sem er líka fræðileg tala. Ef þeim reiknast það til að pakkinn þyrfti að kosta svo mikið, þá er það gott mál. Þessa tölu má reikna út á nokkura ára fresti, bara sem miðviðunartölu. Sama er hægt að gera með hamborgarann ofl.

Að fólk skuli vera í æsing yfir svona löguðu skil ég ekki.

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Læknarnir eru ekki að setja þetta fram sem fræðilega tölu.  Setningin "Á Tóbaksvarnarþingi kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að þeir sem reyktu sæju sjálfir um að greiða þann kostnað sem væri af fíkn þeirra."

Það er verið að ræða um þessa skoðun hinna hámenntuðu og langskólagengnu snillinga, sem greinilega eru þar að auki sérfræðingar í útreikningi á "samfélagslegum kostnaði".

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2009 kl. 15:21

4 identicon

Auðvitað væri það eðlilegt að reykingamenn greiddu sjálfir sinn kostnað. En alveg eins ættu allir aðrir sem lifa ekki 100% réttu líferni (og hver gerir það? - það eru líka miklar deilur í gangi, hvað rétt líferni sé) að borga sinn kostnað.

Tóbaksvarnarþing er, eins og nafnið segir, tóbaksvarnarþing. Þeir hafa ekkert að gera með að setja verðmiða á pakkann. Það gera allt aðrir. Þeirra rödd er samt gild.

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:26

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hækkun á tóbaki myndi skila sér í hækkun neysluvísitölu og þar með hækkun á öllum verðtryggðum lánum með auknum kostnaði fyrir samfélagið allt. Staðreyndin málsins er hinsvegar sú að heilbrigðiskostnaður vegna reykingamanna er að meðaltali lægri en þeirra sem ekki reykja. Ástæðan: reykingamennirnir lifa að jafnaði skemur og þurfa því ekki eins mikið af kostnaðarsömum plássum á öldrunardeildum sjúkrastofnana.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 15:31

6 identicon

Læknarnir borga niður kostnaðinn af skólagöngu sinni með því að borga háa skatta.

Ég veit ekki til þess að reykingamenn borgi hærri skatta en gengur og gerist.

Auðvitað er eðlilegt að fólk borgi sjált fyrir vitleysuna sem það gerir, en þetta er auðvitað mjög erfitt í framkvæmd og kannski ómögulegt.

gg (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Unnar kjötvörur, sælgæti já og ekki gleima bókum og vafasömu fræðsluefni sem hvetur til lífstíls sem gæti reynst hættulegri en eitthvað annað.

Fyrir utan að þá þyrfti reykingafólk að fá forgang í meðferðir við reikingaskjúkdómum þar sem þeir eru jú búnir að borga sérstaklega og beint fyrir þær fyrirfram hvorki meira né minna.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 11.9.2009 kl. 15:52

8 identicon

"Læknarnir borga niður kostnaðinn af skólagöngu sinni með því að borga háa skatta."

 Þetta hlýtur nú að vera það heimskulegasta sem ég hef heyrt í lengri tíma... s.s. af því að ríkið borgar læknum svimandi laun og þeir borga skatt til baka af því þá eykst peningurinn í ríkiskassanum? Nei hættu nú alveg... :D

Teitur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:02

9 identicon

gg: það er engin skylda fyrir lækna eða aðra sem læra hér að vinna á Íslandi og borga sína skatta hingað.

Annars fá ekki-reykingamenn líka sjúkdóma sem eru algengir hjá reykingamönnum eins og lungnakrappamein og fleira. Þarf að senda fólk í lygapróf til að skera úr um hver eigi að borga fyrir sína meðferð úr eigin vasa?

Þessa hugsjón er hægt að heimfæra uppá allt. Hvers vegna eiga t.d. barnlaust fólk að borga fyrir menntakerfið?

Karma (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:29

10 identicon

Það vantar inn í þennan 3000 kall tekjutap ríkisins vegna aukningar í smygli á tóbaki og kostnað vegna aukinnar toll og löggæslu.

Þá er kannski rétt að benda á að skipulögð glæpastarfsemi er að færast í aukana hér á landi, útrásarvíkingar þar á bæ taka því sjálfsagt fegins hendi að geta bætt tóbaki í stórum stíl við vöruúrvalið, aukið vöruúrval þýðir meira vald og meiri ítök.

Sem aftur getur vel leitt af sér aukið ofbeldi og aukna tíðni afbrota almennt.

Sem aftur kallar á enn aukna löggæslu og vænisýki í samfélaginu.

Hver einasti sjoppueigandi yrði sennilega að útvega sér afar öflugar varnir gegn innbrotum vegna þess hve ábatasamt það væri orðið að brjótast inn í eða ræna sjoppu. kartonið á svörtu á segjum 25000 kall! 

 Það fer hreinlega um mann kjánahrollur við að lesa ályktanir þessara manna.

Kv: G.Þ. 

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:32

11 identicon

G.Þ., ég er sammála þér í öllu sem þú skrifar, nema í síðustu setningunni; þá fer hreinlega kjánahrollur um mig.

Ef að alltaf ætti að taka allt inní öll dæmi, væri ekki hægt að setja fram neinar tölur um neitt. Þess vegna skoðar maður alltaf einn ákveðinn hluta dæmisins í senn.  Til að fá heildarmyndina þarf að setja saman margar úttektir og marga útreikninga, sem er líklega ástæðan fyrir því að pakkinn kostar ekki 3.000 kr. (og mun ekki kosta 3.000 kr.).

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband