Eðlileg endurskipulagning

Þegar kreppir að í þjóðfélaginu er eðlilegt að endurskoða og endurskipuleggja allan rekstur með aukinn sparnað og hagkvæmni í huga.

Þetta á jafnt við í rekstri fyrirtækja, sem í rekstri félaga og stjórnmálasamtaka.  Endurskipulagning á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins er því ofur eðlileg á þessum tímum og sé hægt að spara í mannahaldi er það eingöngu af hinu góða.

Alltaf eru einhverjir sem þurfa að reyna að gera slíkt tortryggilegt og skálda upp hinar ótrúlegustu samsæriskenningar um ástæðurnar, sem auðvitað eru eingöngu í hagræðingarskyni.

 

Einn bloggarinn reyndi að gefa í skyn að þetta væri hið grunsamlegasta mál, þar sem það hefði ekki verið rætt í þaula í stofnunum flokksins og á landsfundi.  Þetta er eins vitlaust og hugsast getur, því rekstur flokksskrifstofunnar er ekki svo þunglamalegur, að hann jafnist á við rekstur ríkisstofnana, þar sem enginn getur tekið ákvarðanir, eða hefur líklega ekki heldur áhuga á að taka ákvarðanir, allra síst ef þær snúast um sparnað í rekstri.

Framkvæmdastjóri flokksins rekur skrifstofuna á eins hagkvæman hátt og honum er unnt, án þess að þurfa að bera sínar ákvarðanir undir aðra, þó hann vinni auðvitað náið með formanni flokksins.


mbl.is Starfsmönnum í Valhöll sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband