Fín auglýsing fyrir landið

Mikið hefur verið skammast út í þá framsýnu ákvörðun Hönnu Birnu, borgarstjóra, og Katrínar, menntamálaráðherra, að lokið skuli við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina og hafa menn talið því allt til foráttu, að ljúka húsinu í þeirri kreppu, sem nú ríkir í landinu.  Bygging hússins skapar mikla atvinnu og það er það, sem skiptir mestu máli núna, að skapa störf á öllum sviðum, en þar er ríkisstjórnin ekkert að gera, annað en að draga lappirnar, eins og forystumenn verkalýðsfélaga eru óþreyttir að benda á, þessa dagana.

Því er afar gleðilegt, að útlendir ferðaþjóðnustusérfræðingar skuli benda Íslendingum á möguleikana, sem munu felast í húsinu, þegar það verður fullbyggt, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Þeir Paul og Patrick telji nokkuð ljóst að nýja Ráðstefnu- og tónlistarhúsið verði táknmynd Reykjavíkurborgar, á svipaðan hátt og óperuhúsið í Sydney og Eiffelturninn í París. Þeir segja að með svo sterka táknmynd verði mun auðveldara að gera sig gildandi á ráðstefnumarkaðnum. En til að ná árangri þyrfti mikið markaðs- og sölustarf að fara fram. Þeir sögðu að reynslan erlendis frá væri sú að nýjar ráðstefnumiðstöðvar fengju mikla athygli og að viðskipti í kringum þær væru jafnan mjög mikil strax frá byrjun, segir frétt SAF."

Þetta glæsilega hús á eftir að verða stolt Íslendinga, þegar fram líða stundir, á svipaðan hátt og Perlan hefur verið og á eftir að draga miklar gjaldeyristekjur inn í landið um marga áratugi.

Íslendingar treysta engu, sem frá íslendingum kemur nú um stundir, en taka öllu, sem útlendingar segja, sem stóra sannleika. 

Því ættu þessir ferðasérfræðingar á ráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar að opna einhver íslensk augu með þessu áliti sínu.


mbl.is Ísland í 50. sæti á fundamarkaðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband