Brýnt að fá niðurstöðu sem fyrst

Hjón í Kópavogi hafa kært Nýja og Gamla Kaupþing til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir stórfelld fjársvik gegn almenningi.  Ekki kemur alveg greinilega fram í fréttinni hvort bönkunum er einungis stefnt vegna markaðsmisnotkunar í gjaldeyrisviðskiptum, eða hvort einnig er kært vegna þess að gengistryggð lán séu hugsanlega ólögleg.

það væri afar brýnt, að fá úr því skorið sem allra fyrst, hvort þessi gengistryggðu lán séu í raun ólögleg, því ef svo væri, yrðu þau væntanlega færð yfir í verðtryggð lán í íslenskum krónum frá útgáfudegi og allar afborganir leiðréttar í samræmi við það.  Ef þetta yrði niðurstaðan myndu margir sleppa úr þeirri snöru, sem þeir hanga í vegna gengistryggðra húsnæðis- og bílalána.

Einnig væri öll umræða um skuldastöðu heimilanna miklu raunsærri og einfaldari, ef eingöngu yrði um verðtryggð lán að ræða og allir skuldarar sætu þá við sama borð, varðandi hugsanlegar björgunaraðgerðir og niðurfellingu skulda.

Það þarf að fá niðurstöðu í þessum gengistryggingarmálum frá dómstólunum hið allra, allra, fyrsta.


mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband