Magma virðist happafengur

Á suðurnesjum er eitthvert mesta atvinnuleysi á landinu og þar, eins og annarsstaðar, þarf verulega innspýtingu í atvinnulífið á næstu mánuðum.  Skilningur ríkisstjórnarinnar á því er vægast sagt afar takmarkaður, enda eru ekki í augsýn nokkrar einustu ráðstafanir til þess að efla atvinnulífið, auka atvinnu og þar með auka skatttekjur. 

Einu ráð ríkisstjórnarinnar eru að hækka skatta á þann síminnkandi hluta landsmanna sem ennþá hafa vinnu og reyndar eru óbeinir skattar hækkaði einnig, sem lenda á atvinnulausum, öryrkjum og ellilífeyrisþegum eins og hinum vinnandi.

Í þessu ástandi er ekki annað að sjá, en að Magma Energy sé happafengur fyrir suðurnesin, en aðkoma félagsins að HS orku og væntanleg atvinnuuppbygging í tengslum við hana, er eina lífsmarkið í atvinnumálum, sem sést hefur eftir hrunið í fyrrahaust.

Ríkisforsjár- og skattaforkólfar vinstri grænna og a.m.k. hluti Samfylkingar setja sig auðvitað upp á móti þessu framtaki, eins og flestu öðru, sem til heilla horfir fyrir þjóðina nú um stundir.


mbl.is Velgengni Magma vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ég veit ekki betur en atvinnuleysið á suðurnesjum sé að mestum hluta til komið vegna brotthvarf hersins. Erlends fyrirbæris sem hafði ekki hag af því lengur að vera á Íslandi. Því er eins farið með Magma þegar þeir hafa ekki hag af því lengur að vera á Íslandi eða búnir að gera í buxurnar þá fara þeir líka. Þeir hafa ekki áhuga á HS orku vegna einhverrar ástar á Íslensku samfélagi heldur eru gróðasjónarmiðin ein að verki og sá gróði verður fluttur úr landi.
Miðað við reynslu annara þjóða á afsali auðlynda sinna á kreppu tímum er með ólíkindum að einhver taki þessu fagnandi.
Kær kveðja Guðbergur

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 4.9.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kaninn fór og Magma getur farið, en orkan og orkuverin fara ekki neitt.  Þó þeir færu héðan aftur, taka þeir auðlindirnar ekki með sér, en auðvitað eru þeir að þessu til þess að hagnast á því.  Ganga ekki öll viðskipti út á það?

Þó íslenskir banka- og útrásargarkar hafi komið hér öllu í rúst með heimsku sinni og glæframennsku, þá breytist það ekki, að ágóðavonin er og verður áfram aðaldrifkrafturinn.

Sem betur fer eru ekki nema fáeinir glæpamenn í röðum atvinnurekenda, en þessir fáu ollu því miður öllum þessum skaða.

Ekki má það eyðileggja alla trú á framtíðina.

Axel Jóhann Axelsson, 4.9.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ég vona að gróðasjónarmiðin þurfi ekki að vera aðlaldrifkrafturinn í öllu. Ökkar helstu aðlyndir eiga ekki að vera rekin með gróða að aðalatriði heldur með hag almennings að leiðarljósi.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 4.9.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hagur almennigs felst ekki síst í því að fyrirtækin, orkufyrirtæki sem önnur, blómstri og skili arði.  Það er ekki hagur almennings að ríki eða sveitarfélög reki fyrirtæki, hvorki orkufyrirtæki né önnur, með tapi, sem þarf síðan að greiða með skattfé.

Fyrirtækjarekstur í ríkjum kommúnista, t.d. í Sovétríkjunum og Austur Evrópu, getur ekki verið nein fyrirmynd.

Axel Jóhann Axelsson, 4.9.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég held að menn ættu að kynna sér sögu Hitaveitu Reykjavíkur ( núna OR ) og sjá hvernig staða þess félags var á meðan það var rekið sem hitaveita fyrir Reykvíkinga.

Og bera það saman við stöðu fyrirtækisins núna þegar stjórnmálamenn og fjárglæframenn eru búnir að fara höndum sínum um félagið.

Sigurjón Jónsson, 4.9.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband