Allt dregst saman - nema samneyslan

Samkvæmt nýjustu upplýsingum Hagstofunnar er samdráttur á öllum sviðum þjóðlífsins, nema einu, en það eru umsvif ríkissjóðs, öðru nafi samneyslan.

Samkvæmt fréttinni frá Hagstofunni, líta tölurnar svona út:  "Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 2% að raungildi frá 1. ársfjórðungi 2009 til 2. ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 4,3%. Samneysla jókst um 0,5% en einkaneysla dróst saman um 1,2% og fjárfesting um 2,2%."

Ríkisstjórnin hefur aukið skatta mikið á þessu ári og var réttlætingin sú, að stoppa þyrfti upp í fjárlagagatið, því ekki væri hægt að ná árangri með niðurskurði ríkisútgjalda einum saman.

Nú kemur í ljós, að sparnaður ríkissjóðs hefur ekki verið neinn, heldur þvert á móti.

Ríkið tekur til sín stærri sneið af kökunni en áður, en sparar ekki neitt í rekstrinum.


mbl.is 2% samdráttur á 2. fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta gengur ekki.

Sigurður Þórðarson, 4.9.2009 kl. 09:35

2 identicon

Hafið engar áhyggjur, það er verið að undirbúa massífan niðurskurð í hinni hræðilegu samneyslu. Heilbrigðismálin eiga að skerast niður um 10%, menntamálin um tæplega það og haldið verður áfram að skera niður til ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég reikna með að það verði allt vinsælt.

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband