Ólafur Ragnar kemur ekki á óvart

Um leið og Ólafi Ragnari voru afhentar undirskriftir tíu þúsund Íslendinga, sem skoruðu á hann að staðfesta ekki lögin um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans, tók hann upp pennann og staðfesti lögin. 

Þetta kemur reyndar engum á óvart, því í fyrsta lagi er hann mesti stuðningsmaður útrásarvíkinga og guðfaðir ríkisstjórnarinnar og því hvarflaði aldrei að honum að vísa málinu til þjóðarinnar.  Ríkisstjórnin hefur frá upphafi talað um að hún ætli að breyta lögum til að gera þjóðaratkvæðagreiðslur að ríkjandi venju í landinu, en ekki datt henni heldur í hug að vísa þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun til afgreiðslu hennar í atkvæðagreiðslu.

Ein aðalröksemd Ólafs Ragnars fyrir staðfestingu laganna er svohljóðandi:  "Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." 

Forseti Íslands telur það til mikilla kosta, að Íslendingar taki á sig alþjóðlega samábyrgð, sem er gott og blessað, en hvaða aðrar þjóðir munu taka sameiginlega alþjóðaábyrgð á þessu máli með Íslendingum?

Því hlýtur forsetinn að svara í næstu yfirlýsingu sinni.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er bara næsta skref að stofna til byltingar

Loki (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Svarið er Bretar og Hollendingar!  Við erum aðeins að borga hluta af Icesave, þ.e. upp að 20700 Evrum per reikning í samræmi við reglur Evrópusambandsins.  Bretar og Hollendingar taka á sig restina þó þær þjóðir eigin engan þátt í þessari glæpastarfsemi sem Landsbankinn stundaði.

Leyfi mér að benda á hið augljósa sem aldrei er of oft bent á.   Innistæður eru (voru) tryggðar af Tryggingasjóð innistæðueigenda,  Innistæður eru tryggðar upp að þessum ~20.700 evrum, Innistæðusjóður er (var) ekki í Ríkisábyrgð.

Bretar tóku uppá sitt eindæmi að greiða sínum innistæðu eigendum allt að 100.000 evrur andstætt lögum um innistæðutryggingar og greiddu þær mun fyrr út en lögin kveða á um (Tryggingasjóður hefur hvað.. 1 ár til að greiða út innistæður).

Jóhannes H. Laxdal, 2.9.2009 kl. 12:33

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki ólafur að fara eftir meirihluta á þingi ?

hilmar jónsson, 2.9.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Spólum aðeins aftur í tímann Hilmar..

Var Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi?  Já
Var Icesave samþykkt á Alþingi? Já

Var Almenningur á móti Fjölmiðlafrumvarpinu? Já (77% á móti)
Var Almenningur á móti Icesave? Já (63%)

Samþykkti Forsetinn Fjölmiðlafrumvarpið? Nei

Samþykkti Forsetinn Icesave? Já



hmmm

Jóhannes H. Laxdal, 2.9.2009 kl. 13:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, Bretar og Hollendingar eru ekki að taka á sig sameiginlega ábyrgð á Icesave innistæðunum, því samkvæmt samningnum munu þeir fá sinn hluta endurgreiddan úr þrotabúi Landsbankas.  Þess vegna munu Íslendingar þurfa að taka á sig þessa sjöhundruð milljarða (+ - ), sem þeir hefðu annars náð út úr þrotabúinu.

Það er rétt að halda þeirri staðreynd til haga, svo Samfylkingarmenn þurfi ekki að bæta fórnfýsi Breta og Hollendinga á réttlætingarlistann fyrir samþykkt ríkisábyrgðarinnar.

Hilmar, svar Jóhannesar er fullkomið við spurningu þinni, nema hvað í sumum könnunum hefur andstaðan við Icesave verið talsvert meiri en 63%.

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2009 kl. 13:12

6 identicon

Ólafur Bessastaðatrúður er þjónn þjóðarinnar og heyri undir hana, en ekki þingsins.  Hann er kosinn af henni en ekki þingheimi.  Þess vegna er forsetaembættið til, að þjóðin getur haft áhrif eins og í þessu tilfelli, þengar stjórnvöld og þing fer á móti meirihlutavilja hennar.  Hann er öryggisventill á milli þjóðar og þingsins.  Þeir sem fögnuðu því hlutverki hans þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlafrumvarpið og vildi skjóta því undir þjóðaratkvæði, eru þeir sömu hræsnarar og fagna níðingsverkinu í dag. 

Eins og núna í Icesave nauðungarsamningnum og í fjölmiðlafrumvarpinu, eru stjórnvöld með allt niðrum sig, vegna þess að núna eru 3 af hverjum 4 sem hafna samningnum. 

Þeir sem fremja níðingsverk eru réttnefndir níðingar.  Það er það sem forsetaómyndin er og verður um alla framtíð.

Klárlega á þjóðin að segja stopp, hingað og ekki lengra, og taka málin í sínar hendur með góðu eða illu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, forsetinn lét stjórnast af skoðanakönnunum í fjölmiðlamálinu.  Hvað hefur þú fyrir þér í því að skoðanakannanir núna séu illa unnar, eða verr unnar en þegar fjölmiðlamálið var á dagskrá?

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2009 kl. 15:42

8 identicon

Óskar. 

Þú ert ekki stóridómur um hvernig skoðanakannanir eru unnar af fagmönnum, enda er mér til mikils efs að þú hafir hugmynd um hvernig skal að þeim staðið þótt þú ert að rugla þetta fram og til baka á öllum síðum.

Því miður fyrir þig og þá sem þú telur þig vera vinna gagn með málfluttninginum þess eðlis að trúverðuleikinn hverfur samstundi.

Allar Icesave kannanir hafa sýnt minnst 63% og mest 82% að þjóðin hafni Icesave samningnum í þeirri mynd sem hann átti að samþykkja fyrst og síðan í þeirri mynd sem hann er í dag, og þær eru nokkrar og frá nokkrum fyrirtækjum, og líka Samspillingar og Baugsmiðum. 

Það þýðir ca.150.000 kjósendur.  Eitthundrað og fimmtíu þúsund Íslendingar sem þú og þínir teljið ykkur vera fremri og eigið að segja til og taka ákvarðanir fyrir.

Þeir sem vilja skilyrðislaust leggjast undir ofbeldisþjóðir hafa mest mælst 24% og minnst 15%.

En hvað  hræðist heigull eins og þú með að um málið er skorið á þann eina hátt serm lýðræðið segir, KOSNINGUM?

En það er alltaf sama kostulega sagan þegar ömurlegheit stjórnmála er annarsvegar, að ekkert er að marka kannanir, nema að þær hugnist viðkomandi, sem ekki hefur tekist í Icesave málinu.  

En við höfum eina og rétta leið, sem er að þjóðin kjósi og engir nema þeir sem eru með allt niðrum sig hafna því. sjálfsögðum hlut.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:25

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, Ólafur Ragnar kom ekki á óvart með að skrifa undir, hví er þá samt ástæða til að fjargviðrast út af því að hann gerði það? Það hefði verið eðlilegra að gera það bara áður Axel Jóhann en hann gerði það.Þú virðist nefnilega vita margt annað fyrir og skammast vegna þess án hiks, t.d. að einhverjir 700 milljarðar muni falla á þjóðina! Getur þú kannski fullyrt eitthvað mikið fleir um framtíðina í fjármálalegum efnum þjóðarinnar á árabilinu 2016 til 2024, sem kannski svo alveg öfugt við bölsýnina, er á jávkæðum nótum?

Magnús Geir Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband