Farsæl lausn

Samkeppnisstofnun úrskurðaði að Orkuveita Reykjavíkur mætti ekki eiga stærri hlut en 10% í HS Orku, en áður hafði OR gert samning við Hafnafjarðarkaupstað um kaup á hlut kaupstaðarins í fyrirtækinu.  OR vildi losna undan samningnum við Hafnfirðingana, en þeir knúðu söluna til OR í gegn, samt sem áður og settu þar með OR í þá stöðu, að verða að finna kaupanda að eignarhlutnum með öllum ráðum.

Aðeins eitt tilboð barst í eignarhlutinn, þ.e. frá kanadíska fyrirtækinu Magma Energy, og verður því að öllum líkindum tekið, eftir að Steingrímur J. gafst upp á að reyna að ríkisvæða fyrirtækið að nýju, eða réttara sagt, að reyna að ríkisvæða lífeyrissjóðina í þessum tilgangi.

Ríkissjóður á fullt í fangi með þau fyrirtæki, sem hann neyðist til að yfirtaka í því efnahagsástandi, sem nú ríkir, þó ekki sé verið að kaupa upp fyrirtæki fyrir tugi milljarða, sem einkaaðilar hafa áhuga og getu til að reka.

Aldrei hefur verið brýnna, en einmitt nú, að laða erlenda fjárfestingu til landsins og ef þessi viðskipti verða til að vekja athygli einhverra erlendra fjárfesta á landinu og möguleikunum hérlendis, verður þessi sala til mikils góðs.


mbl.is Magma fær hlut Orkuveitunnar í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Magna er þvinguð sala. Orkuveitan er að hlýða tilskipun Samkeppniseftirlits og VERÐUR að hlýða henni. Steingrímur j. Sigfússon, fjármálaráðherran sem hafði efni á að eyða 16 milljörðum í Sjóva, er núna að blása reyk útum afturendann, með allt annað en ásetning um að ganga inn í kaupin.
Vinstri Græn eru svo hjákátlega sorglegur flokkur án skoðana.
Ef þeim er þetta hjartans efni, hví er þá ekki slegið til og hluturinn keyptur ?
Hvers á Orkuveitan að gjalda fyrir það að hafa reynt að selja þennan hlut hér innanlands án árangur, fær gott tilboð frá Magma og þarf nú að taka þátt í leikriti Steingríms J.

Rísið undir stefnu ykkar Vinstri Græn og kaupið þennan hlut strax í dag, eða hættið uppfærslu þessa leikrits.

Haraldur Baldursson, 31.8.2009 kl. 14:52

2 identicon

Thessum lögum sem Össur kom á þarf að breyta.  Þau eru einfaldlega ótæk og ónýt.   Sorglegt að þau hafi gengið í geng.

Af hverju heldur þú að Magma vilji kaupa? Af hverju heldur þú að þetta mál sé verið að vinna svona hratt og illa? Af hverju er gengið að tilboði sem er ekkert nema kúlulán og skrípaleikur þar sem enginn raunverulegur peningur er að koma inn í landið? Þessi sala mun einungis þýða flutninga af fjármagni frá Íslandi enn ekki til Íslands.... Er það farsæl lausn að selja auðlindir sem eiga eftir að verða peningamyllur framtíðarinnar einfaldlega vegna erfiðrar stöðu í dag? Heldur þú virkilega að staða Íslands verði betri með því að einkavæða orkuauðlindirnar til útlendinga?   Ég hef sett mig tölvert ínn í hagfræðina á bak við það hversu dýrmætar endurnýtanlegar auðlindir eins og sérstaklega jarðvarmi og vatnsorka eru og það er einfaldlega ekki hagkvæmt að selja þær þar sem ekkert verð er nógu hátt. 

Það er EKKI verið að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í þessu máli. 

Thorhildur Fjola Kristjansdottir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband