Svíar alltaf til fyrirmyndar

Nú berast þær fréttir frá Svíaríki, að setja eigi nýjar reglur um vinnupásur þar í landi, eða eins og segir í fréttinni:  "Frá og með 1. maí næstkomandi mega opinberir starfsmenn hjá Stokkhólmsborg ekki reykja í vinnutímanum. Þeir mega hins vegar reykja í hádegishléinu þar sem það er ekki greiddur vinnutími."

Þar sem alltaf má treysta á Svía í góðu fordæmi, hljóta þeir fljótlega að banna ýmislegt fleira, þar sem það er ekki greiddur vinnutími.  Nokkur atriði, sem hljóta að koma fljótlega til skoðunar eru t.d:  Klósettferðir, símtöl til mömmu, pabba, eiginkonunnar, eiginmannsins, barnanna og ömmu, allar verslana- og bankaferðir, eða yfirleitt allar persónulegar hugsanir og allt annað, hverju nafni sem nefnist, sem ekki telst til nauðsynja fyrir greiddan vinnutíma.

Hér eftir verður allt, nema vinnan sjálf, framkvæmt í hádegishléinu, þar sem það er ekki greiddur vinnutími.  Allir geta séð hvílíkur sparnaður felst í svona ráðstöfunum, enda á fólk auðvitað ekki að vera að slóra neitt í vinnutímanum.

Þetta eru menn búnir að uppgötva víðar en í Svíþjóð, en illar tungur kalla slíkt fyrirkomulag barnaþrælkun, eða öðrum slíkum ónefnum, en Svíar hafa auðvitað ekki áhyggjur af slíku.

Í Svíþjóð ríkir norrænt velferðarkerfi.

 


mbl.is Reykpásur bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

Það er svoldið til í þessu hjá þér og sorglegt því allar kannanir sýna að afköst hjá fólki sem tekur sér pásur í vinnutímum aukast.

Ég hef oft fundið kaffilykt af fólki í vunnutíma og er ekki ánægður með það.

fellatio, 31.8.2009 kl. 10:30

2 identicon

Já og það verður að banna fólki að hreifa sig af óþarfa, ég hef nefnilega stundum fundið svitalykt af starfsfólki leikskólans þar sem ég fer með mín börn

ingi (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er skiljanlegt að framlegð á hverja vinnustund sé mun minni á Íslandi en í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við ef það er innbyggt í Íslensku frjálshyggjuformúluna að í vinnunni eigi allt að framkvæmast nema vinna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, það er nú kannski ekki alveg innbyggt í íslensku frjálshyggjuformúluna, að í vinnunni skuli allt framkvæmt nema að vinna, en þar sem atvinnuþátttaka er eins mikil og á Íslandi, hefur fólk ekki annan tíma til að sinna nauðsynlegum erindum, t.d. vegna fjármála, en vinnutímann sjálfan, enda opinberar stofnanir og flest fyrirtæki lokuð á nóttunni.  Þetta hefur þótt mannleg framkoma af hálfu vinnuveitenda og virðing fyrir starfsfólki.  Nokkuð víst má telja, að þetta fyrirkomulag ágæta fyrirkomulag sé víðar að finna en eingöngu í íslensku frjálshyggjuformúlunni.

En annar má kannski taka undir með manninum, sem sagði um vinnustaðinn sinn:  "Það er nú víst meira en nóg, að þurfa að hanga hérna í átta tíma á dag, þó ekki sé ætlast til, að maður vinni líka."

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: fellatio

Axel Jóhann.. Margur heldur mig sig.

fellatio, 31.8.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Rebekka

Ég hefði frekar viljað fá aukapásur fyrir reyklausa, til jafns við þá sem reykja.  Ósanngjarnt að reykingaliðið fá fleiri pásur en reyklausir!

Rebekka, 31.8.2009 kl. 11:15

7 identicon

Þetta er sérlega sniðugt hjá frændum okkar og enn eitt dæmið um þá yfirgnæfandi forræðishyggju sem einkennir oft þá sem vilja öðrum vel.  Á mínum vinnustað eru fáir sem reykja og meirihlutanum finns sem þeir séu stungnir í bakið með þeim vinnusvikum sem fara fram þegar fólk leitar einhverstaðar undir gafl til að svala fíknum sínum.

Ég bendi þessu sama fólki á að hætta að tala um stjórnmál og enskan fótbolta á vinnutíma.  Þegar slíkar umræður fara af stað á minum vinnustað leita ég oft út fyrir, fæ mér smók og hugsa um vinnuna.

Borgarinn (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband