28.8.2009 | 16:03
Landsliðið til sóma
Landslið Íslands í knattspyrnu kvenna hefur staðið sig með mikilli prýði í undankeppninni að EM og í mótinu sjálfu, þó leikirnir tveir, gegn Frökkum og Norðmönnum, hafi tapast. Í Frakkaleiknum létu stelpurnar dómarann fara í taugarnar á sér og urðu óöruggar vegna þessarar lélegu dómgæslu, sem bitnaði nánast eingöngu á íslenska liðinu. Á köflum léku íslensku stelpurnar stórvel og ekki síður í leiknum gegn Noregi, en sá leikur hefði unnist með smá heppni. Raunar unnu Norðmenn hann með smá heppni, því íslenska liðið spilaði ekkert minni gæðaknattspyrnu en það norska.
Síðasti leikurinn, gegn Þýskalandi á sunnudag, verður vafalaust skemmtilegur og stelpurnar geta mætt afslappaðar til leiks, þar sem vonin um milliriðil er líklega úr sögunni. Þýsku vélmennin hafa sýnt mikinn styrk í keppninni og óraunhæft er, að ætlast til að íslensku stelpurnar vinni þær, enda vantar þær reynslu af svona stórmótum, en Þjóðverjarnir hafa hins vegar mikla reynslu af því að sigra á slíkum mótum og gera það vafalaust einnig nú.
Nú, að þessu móti loknu, er bara að snúa sér að næsta stórmóti, sem er HM og takmarkið verður auðvitað að komast í lokakeppnina. Íslensku stelpurnar hafa sýnt og sannað, að þær eiga fullt erindi á HM og með meiri reynslu af stórmótum, munu þær komast sífellt lengra í slíkum keppnum.
Áfram Ísland.
EM: Reynsluleysið varð okkur að falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér að þær hafa verið til sóma. Þetta var sko enginn aumingjariðill sem þær lentu í. Með það að leiðarljósi tel ég að þær geti borið höfuðið hátt.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 16:40
Núna fatta ég þetta loksins. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur. Efa ske, efa mundi, 2 rófur á einum hundi. Ég fer að verða viðræðuhæfur um fótbolata innan skamms.
Guðmundur Pétursson, 28.8.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.