Jóhanna viðurkennir klúðrið

Jóhanna, meintur forsætisráðherra, og Steingrímur J., hafa fram að þessu varið þrælasamninginn sem skrifað var undir við Breta og Hollendinga, þann sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson gerðu í þeirra umboði.  Þau hafa alltaf haldið því fram, að samningurinn væri vel við unandi fyrir Íslendinga og ekki yrði sérstakt vandamál fyrir þjóðina að standa undir honum.

Vegna fyrri framgöngu meints forsætisráðherra í málinu, er rétt að verkja sérstaka athygli á þessum orðum hennar, úr viðtali við mb.is:  ""Við förum fram á við Hollendinga og Breta að þeir sýni okkur þann skilning að fallast á þessa umgjörð, sem snýr fyrst og fremst að fullveldi landsins og efnahag þjóðarinnar til framtíðar. Það er ekki síður til hagsbóta fyrir Hollendinga og Breta en fyrir okkur að skuldaþol þjóðarinnar og skuldabyrði verði með þeim hætti að við getum staðið undir þessum skuldbindingum,“ segir Jóhanna."

Með þessu viðurkennir Jóhanna, að samningurinn, án fyrirvaranna við ríkisábyrgðina, hefði orðið slíkur klafi á þjóðinni, að hún hefði aldrei getað staðið undir honum og jafnvel glatað sjálfstæði sínu.  Vonast hún til að Bretar og Hollendingar hafi skilning á því, að það sé þeirra hagur, að blóðmjólka kúna ekki svo, að hún drepist.

Ríkisstjórn hefur aldrei klúðrað nokkru máli, með jafn hrikalegum afleiðingum fyrir þjóð sína, og þessi ríkisstjórn er að gera í þessu máli.

Það er óþekkt í nútímanum, að ríkisstjórn selji þjóð sína í þrældóm til annarra ríkja.

 


mbl.is Ræða við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vita ekki allir að það var banki, sem kom okkur í þessa stöðu, en ekki flokkur?

Minnisblað, sem áritað er undir hótunum, hefur ekkert gildi, enda varð það aldrei að samningi.

Tilskipun ESB bannar ríkisábyrgðir á bankainnistæðum vegna þess að slíkar ábyrgðir mismuna í bankasamkeppni milli ESB landa.  Á það á að láta reyna fyrir dómstólum, ef einhver ágreiningur er um það, þrátt fyrir nokkuð skýr ákvæði í ESB tilskipuninni.

Þjóðina á ekki að hneppa í þrældóm baráttulaust.

Axel Jóhann Axelsson, 28.8.2009 kl. 13:08

2 identicon

Svo sammála þér.

Óskar fer mikinn á hinum ýmsu bloggsíðum til að verja stjórnarflokkana eða koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst ekki næg rök að Sjálfstæðisflokkurinn eigi alla sök og í skjóli þess skuli stjórnarflokkarnir samþykkja Icesave, amen. Hvaða rugl er þetta? Lengi getur vont versnað. Þessi samningur verður skrifaður á stjórnarflokkana og enga aðra. Fyrirvörunum var komið á fyrir tilstilli þeirra VG-manna sem voru andsnúnir upprunalegum samningi (ekki minnisblaðinu sem engu skipti) og það er þeim að þakka að farið var í frekari vinnu til að bæta ömurlegan samning. Steingrímur og Samfylkingin í heild sinni munu aldrei geta hreykt sér af þessum samningum.

Eva Sól (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, hvers vegna vildu Bretar og Hollendingar ekki vísa þessu máli fyrir dóm?  Heldurðu að það gæti verið vegna vissu um að tapa málinu?  Þetta eru þjóðir, sem eru vanar að ná sínu fram með ofbeldi og því hefur verið beitt óspart í þessu máli og því miður hafa meira að segja "vores nordiske venner" stutt þá í þessari efnahagsstyrjöld gegn Íslandi.

Sjálfsagt hafa þeir líka tekið eftir þrælslund eins stjórnmálaflokks á Íslandi og vitað að þar fengju þeir bandamenn til að berjast gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar og væri meira en fús, til þess að leiða þjóðina undir efnahagsleg yfirráð útlendinga.

Þú getur kallað aðra heimska og óþjóðholla, en slíkt hittir engan fyrir, annnan en sjálfan þig og er því ekki svaravert.

Axel Jóhann Axelsson, 28.8.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Hollendir og Englendir geta ekki samþykkt þessa fyrirvara.  það myndi þýða að öll skuldsettu þriðjaheimsríkin myndu fara fram á sömu meðferð og þá myndi grafa unda nutima nýlendustefnu þeirra að aðrræna þau innan frá, einsaog stefnan var að gera hérna líka.

það er stefa AGS að hada ríkjum í skuld svo þeir þurfi að láta undan stærri þjóðum og gefa auðlindir ína og það var meiningin að það yrði gert hér líka.  AGS bölvar ílendingum núna og eru sennilega að hugsa "that what you think"  þeir munu aldrei samþykkja fyrirvarana og þá byrja þjóðirnar aftur að svelta íslendinga til hlíðni.  ef lítið land einsog ísland getur staðið í hárinum á öfga kapitalisna AGS þá eiru djöflarnir í helvíti í sjókasti.

Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband