26.8.2009 | 11:20
Þjóðin fékk þyngsta höggið
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir að Exista hafi tapað mestu í efnahagshruninu, fyrir utan bankana sjálfa. Þetta er mikil rangtúlkun hjá blessuðum stjórnarformanninum, því íslenskur almenningur varð fyrir mesta tapinu og þarf að glíma við það um mörg ókomin ár.
Eins og aðrir útrásarmógúlar kennir Lýður stjórnvöldum og stofnunum þeirra með Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í broddi fylkingar um, hve efnahagskreppan skall á þjóðinni af miklum þunga. Vera má að Fjármálaeftirlitið hefði átt að bregðast harðar við krosseignatengslunum milli banka- og útrásarmógúlanna, en sökin hlýtur samt fyrst og fremst að vera þeirra sjálfra, taumlausrar græðgi og óskiljanlegrar áhættutöku þeirra við skuldsett kaup í ýmsum vonlausum fjárfestingum, sem nú hrynja hver á fætur annarri, innanlands og erlendis.
Exista á nú í deilum við bankana vegna tugmilljarða stöðutöku gegn krónunni og vill í þeirri deilu miða við gengisskráningu evrópska seðlabankans, en ekki þess íslenska, sem þó sér um opinbera gengisskráningu krónunnar. Mismunur vegna þessa eru margir milljarðar króna, sem Exista vill hagnast aukalega á þessu gjaldeyrisbraski og von um hrun krónunnar.
Það er greinilegt að samviskan heldur þessum mógúlum ekki frá góðum svefni.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjum er ekki SKÍTSAMA hvernig e-h skítafyrirtæki sem heitir Exista reyðir af eða þessum skítaLýð sem er stjórnarformaður félagsins.... who cares?!
Mér gæti ekki verið meira sama...... mér er meira annt um velgengni aldraðrar húsmóður í Brasilíu sem ég þekki ekki eða hef aldrei séð.
Vona þetta Exista fari á hausinn sem fyrst og öll þessi fyrirtæki.
Hvað með fólkið í landinu???????????????
Fólkið í landinu getur alltaf sagt bara bless við Íslands og skilið þessa bankamenn og ráðherra eftir á þessari verðandi eyðieyju!!
Ingi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.