Framsókn stendur í lappirnar

Það er aumt fyrir andstæðing Framsóknarflokksins, að þurfa að hrósa honum fyrir að vera eini flokkurinn á Alþingi, sem stendur ennþá í lappirnar varðandi ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans.  Þetta er skuld, sem einkabanki stofnaði til og hefur aldrei verið á ábyrgð almennings, enda er í raun lagt bann við slíkri ríkisábyrgð í tilskipun Evrópusambandsins um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta. 

Ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðnum telst vera markaðsmismunun milli landa og því óleyfileg samkvæmt tilskipun ESB og ekki gert ráð fyrir henni í íslenskum lögum.  Hefði það einhverntíma verið vilji ESB að ríkisábyrgðir skyldu vera á innistæðutryggingasjóðum landanna, þá er ekki nokkur hætta á öðru, en að sambandið hefði verið löngu búið að skikka Íslendinga, sem aðra, til að taka slíka ábyrgð inn í sína lagabálka.  Þá þyrfti heldur ekki að fjalla um það núna, eftirá.

Verði þessi þrælalög samþykkt, er verið að setja fordæmi um að einkabankar verði framvegis reknir á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda, sem allir hljóta að sjá, að er algerlega á skjön við alla heilbrigða skynsemi.

Ríkisábyrgðina má ekki samþykkja undir neinum kringumstæðum. 

Menn verða að hugsa lengra en til morgundagsins.


mbl.is Icesave afgreitt úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband