Rugludallar í búrku

Í Danmörku fer nú fram umræða um að banna arabískum konum að ganga í búrku á almannafæri, vegna þess að bæði er hún tákn um kúgun kvenna og eins þykir ekki eðlilegt að fólk gangi um götur með andlitið hulið, þar sem það eykur möguleika glæpalýðs á því að fara ferða sinna án þess að þekkjast.

Tímabært er orðið, að grípa til þessa ráðs hérlendis, þ.e. að banna fólki að fara ferða sinna á almannafæri grímuklætt, enda notfæra rugludallar sér frjálsræðið í þessum efnum hérlendis, til þess að fremja alls kyns óhæfuverk grímuklæddir og þykjast vera að mótmæla hinu og þessu og á þetta t.d. við um Saving Iceland, hústökulið og fleiri hópa.

Það þarf að setja reglur um grímur og búrkur, því þetta getur einnig orðið að vandamáli hér á landi.

Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið.

 


mbl.is Sex mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

mikið er ég skelfilega sammála þér, byrjum á lögregluni og bönnum þeim að vera grímuklædda :)

Skríll Lýðsson, 24.8.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafnið sem þú hefur valið þér er áreiðanlega réttnefni, a.m.k. mjög lýsandi fyrir svona hugsanahátt.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 13:14

3 identicon

Já. Og svo ætti fólk náttúrulega líka að bera kennitölu, nafn og heimilisfang á nafnspjaldi á brjósti sér. Annað gengur ekki, ég meina ekki í nútímanum þegar fólk getur farið í lýtaaðgerðir og háralitun, hvernig á maður öðruvísi að bera kennsl á lýðinn?

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:26

4 identicon

Svona hugsanahátt?

Á ekki eitt að ganga yfir alla, eða mega lögreglumenn ganga grímuklæddir, eina fólkið sem má skv. lögum beita annað fólk ofbeldi?

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lögreglan hefur ekki heimildir samkvæmt lögum til að beita annað fólk ofbeldi.  Hún þarf hinsvegar stundum að beita valdi til að róa, eða handtaka, ofbeldisseggi, sem ekki hlýða fyrirmælum. 

Samkvæmt lögum, ber almenningi að fara að tilmælum lögreglunnar, þegar hún vill t.d. rýma vettvang, þar sem óeirðaseggir láta til sín taka.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 13:39

6 identicon

Hmm...

Þegar lögreglumaður lemur mann í hnéð með kylfu, eða úðar pipar í augu hans, telst það þá ekki ofbeldi? Hvernig skilgreinir þú ofbeldi?

Vald er ofbeldi. Valdníðsla er gróft ofbeldi.

Þú svaraðir því ekki hvort þú teljir þá að lögregluþjónar megi bera grímur. 

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er réttlætanlegt að lögreglumenn beri grímur, því það er ákveðin vörn gegn ofsóknum öfga- og annarra glæpamanna.

Jafnvel fjölskyldur lögreglumanna hafa orðið fyrir alls kyns hótunum og slíkt er aldrei réttlætanlegt.

Annað sem þú segir, Sigrún, endurspeglar eingöngu hugsanahátt þeirra sem telja sig ekki þurfa að fara að lögum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 13:51

8 identicon

Þægilegt að falla bara aftur á lagabókstafinn og fullyrða smá um karaktereinkenni viðmælanda til að sýnast meiri og sniðugari? Hm? Fullyrðingin er þó rétt, ég tel mig ekki þurfa að fara að lögum valdstjórnarinnar.

Varðandi landslög og hvort eigi að fylgja þeim, þá er ýmislegt sem stendur í lögum sem á rétt á sér. Þar með er ekki sagt að þau séu náttúrulögmál frekar en einkavæðing banka eða alþjóða-kapítalismi. Lög á að endurskoða og betrumbæta, eða er það ekki það sem þú ert að biðja um í færslu þinni? Alveg eins og setja má nýjar reglur, er hægt að afnema aðrar sem gegna engu hlutverki í að tryggja fólki mannréttindi sín heldur tryggja eingöngu valdstjórninni friðhelgi, lögreglunni rétt til að beita ofbeldi og stórfyrirtækjum leyfi til að fara illa með fólk og náttúru heimsins.

Ég bað ekki um að fæðast inn í þetta samfélag og ég hafði ekkert um það að segja hvaða lög og reglur gilda hér. Hvers vegna ætti ég að fylgja þeim þegar ég samþykkti engin þeirra, nokkurntíma? Ég fylgi þeim sem ég myndi samþykkja eins og er, hin væru til umræðu, ef einhver myndi nokkurn tíma spyrja mig um tilvistarrétt þeirra. Ég hef ekki verið handtekin einu sinni, þrátt fyrir andóf mitt gegn lagabókstafnum.

Hvað græðir nokkur á því að mótmælendur sýni andlit sín? Mögulega að einhver þeirra þekkist í sjón og þá eru einstaklingarnir persónugerðir í stað þess að athyglin beinist að aðgerðinni sjálfri og tilgangi hennar. Ah! Ji. Þessi bjó á móti mér og hjólaði alltaf í vinnuna. Þessa sá ég alltaf í sundi í bleikum sundbol. Ji þessi er örugglega dópisti, hann er með sítt hár. 

Lögreglumenn eru ekki persónugerðir, ég sé heldur enga ástæðu til þess að persónugera nokkurn annan í þessum samhengi þegar kemur að því að ræða hvernig við viljum haga þessu samfélagi.

Grímur mótmælenda gegna nr. 1, 2 og 3 því hlutverki að málstaðurinn sé meira áberandi en einstaklingarnir sem reyna að koma honum á framfæri. Aðrar ástæður grímanna eru einnig góðar. Aðallega þá sú að koma í veg fyrir að lögreglumenn og hvað þá ríkisstjórnin persónugeri mótmælendur, en það hefur færst í aukana að lögregluþjónar hrelli mótmælendur persónulega. Lögregluþjónar eru fólk eins og við, er ekki alltaf verið að tönnlast á því?

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:33

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólk velur sér ekki þau lög, sem það kærir sig um að fara eftir og hver þeirra það brýtur að eigin geðþótta.  Lögin verða að ná jafnt yfir alla, til þess að halda röð og reglu í þjóðfélaginu.  Menn geta verið misánægðir með hin og þessi lög, en algjört öngþveiti myndi skapast, ef allir ætluðu að haga sér eins og þú.

Þeim lögum, sem maður er ekki sammála og vill fá breytt, getur maður mótmælt í ræðu og riti, þangað til þeim verður breytt, en þangað til þarf og á, að fara eftir þeim.

Arabarnir réttlæta búrkuna með svipuðum rökum og þú grímurnar, þ.e. þeir vilja ekki að aðrir karlmenn sjái framan í "sína" konu, þeir vilja eiga hana algerlega fyrir sig.  Ekki reikna ég með að þú viljir fara að klæðast búrku, sem er þó eingöngu stigsmunur frá því að ganga grímuklæddur.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 14:45

10 Smámynd: Skríll Lýðsson

þannig að ég má ekki sjá framan í " þína " löggu?

Kassahaus :)

Skríll Lýðsson, 24.8.2009 kl. 14:56

11 identicon

Þú getur farið eftir þeim lögum sem þér svo sem sýnist, svo sem þeim sem segja að þú borgir skuldir annarra á meðan þeir sitja í einkaþotum sínum með kampavín. Gjörðu svo vel.

Öngþveitið verður til, já, ef fólkið kemur sér ekki saman um hvaða reglum skuli fylgja. Er öngþveitið ekki nóg í dag þegar enginn fær nokkru ráðið um sitt líf eða hvernig maður vill lifa því? Heldurðu ekki að því fleiri lög sem eru sett, því fleiri séu brotin? Það gerir fleiri glæpamenn sem lögreglan, með sína manneklu, þarf að handsama. Ég sé þetta fallega fyrir mér í frosthörkunum í vetur þegar fólk fer að ganga með lambhúshetturnar og verður handtekið í hrönnum.

Einnig: Hvernig berðu saman mín rök með svörtum grímum og rökum "araba" með búrkum? Hvernig í ósköpunum færðu þá niðurstöðu að þar séu líkindi?  Hver er málstaður arabanna ógurlegu? Eru grímuklæddu lögreglumennirnir þá nokkuð skárri?

Gerirðu þér grein fyrir að það sem þú ert að gagnrýna svo harðlega, klæði islamskra kvenna, er bundið í lög í sumum hlutum heimsins. Já, auðvitað gerirðu það. En eru þau lög rétt og gild, eða eru það bara þau íslensku?

Ég myndi ekki láta neyða mig í búrku, en ef mér sýnist svo vil ég geta klæðst henni án þess að vera handtekin eða sektuð fyrir það. 

Er þetta núna kannské spurning um siðmenningu vestrænna landa? Erum við í Norður-Atlantshafi betri, klárari og þróaðri en allir hinir í heiminum og setjum betri lög?

Oj bara. Þú lyktar í ofanálag af rasisma.

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:13

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég nú viss um að búrkan sé lögleidd víða í Arabaheiminum, allavega er mér kunnugt um það, að í sumum landanna er búrka, eða slæðan sem hylur andlitið, sé skyldufatnaður, heldur er sagt að hver og ein fjölskylda ráði því hvort þessi fatnaður sé notaður.  Í langflestum tilfellum er það síðan "ákvörðun fjölskyldunnar" að kvenfólkið skuli klæðast þessu, enda ráða karlmennirnir öllu í samfélaginu.

Eftir heimsókn til Arabaríkja og stuðnig við stúlkur til náms þar, er ég mjög vinveittur Aröbum, þó ég sé ekki hrifinn af búrkunni, en það fólk sem ég komst í kynni við, var allt hið elskulegasta.  Að kalla mann rasista, vegna andstöðu við arabískar búrkur og grímur íslenskra öfga- og glæpamanna, er nokkuð langt gengið.

Málstaður "arabanna ógurlegu" eins og þú kallar þá, er karlaveldið.  Það eru yfirleitt ekki landslög eða hvað þá Islam, sem neyða sérstökum klæðnaði upp á kvenfólkið.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 15:25

13 Smámynd: Skríll Lýðsson

Málstaður "arabanna ógurlegu" eins og þú kallar þá, er karlaveldið.  Það eru yfirleitt ekki landslög eða hvað þá Islam, sem neyða sérstökum klæðnaði upp á kvenfólkið.

Þau kallast Sharia-lög og hafa víst verið innleidd sem landslög í ýmsum Araba-ríkjum

Skríll Lýðsson, 24.8.2009 kl. 15:33

14 identicon

Í Sádi-Arabíu er konum refsað fyrir að hylja sig ekki vel á almannafæri. Í Íran er það skráð í lög að konur skuli klæðast víðum fötum og höfuðklút á almannafæri. Eru það rétt og gild lög, eða eru lög einfaldlega ekki alltaf náttúrulögmál?

Lyktin af rasisma er sterk. Þú nýtir þér eitthvað sem þér er illa við í annarri menningu til að gera lítið úr einhverju öðru sem þér er illa við. Það kalla ég eitt form af rasisma, þó vel gæti verið að þú kallir þig ekki rasista.

Lög um klæðnað, hvar sem þau eru í heiminum og hvort sem þau er með eða á móti því að fólk hylji sig þykja mér alltaf fáránlég. Punktur.

Nb. Í Tyrklandi hafa sumar konur tekið sig til sjálfar og hulið sig án þess að hafa þurft það, til að mótmæla lögum sem banna þeim það.

Axel! Þú átt enn eftir að færa rök fyrir líkingunni á mínum rökum fyrir svartri grímu og rökum múslima fyrir búrkum. Gerðu það. Ég er forvitin.

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:11

15 Smámynd: Skríll Lýðsson

er farinn að elska aggressíva Sigrúnu :)

Skríll Lýðsson, 24.8.2009 kl. 17:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigrún, ég sagði að umræða væri í gangi í Danmörku um að banna búrkur, m.a. vegna þess að þær eru tilvalinn felubúningur glæpamanna og tilheyrðu þar að auki ekki menningu landsins.  Sama á við um svörtu grímuna þína, hún er upplögð til að fela andlit glæpamanna og því er það mín skoðun, að hvorutveggja ætti að banna hérlendis.

Að þora ekki að sýna andlit sitt í mótmælaaðgerðum er jafn lákúrulegt og að þora ekki að skrifa undir fullu nafni á blogginu.

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2009 kl. 08:29

17 identicon

Að banna eitthvað með lögum því það tilheyrir ekki menningu lands er hreinn og klár rasismi.

Svarta gríman "mín" er alveg jafn upplögð til að fela rétt andlit glæpamanna eins og skegg og háralitur, húfa, trefill og sólgleraugu eða trúðabúningur. Eigum við að banna það líka? Að bera saman búrkur og svartar grímur er í besta falli fáránlegt. Ef að þú vilt í raun að glæpamenn séu þekkjanlegir hvar sem er myndirðu líka t.d. þurfa að banna fjöldaframleiðslu á flíkum, alla breytingu á útliti einstaklings svo sem lýtaaðgerðir og háralitun og lögreglubúningana þar með líka. Þú vilt hins vegar eingöngu banna búrkur og svartar grímur því þetta tvennt kemur illa við þig? Er þetta ekki rasismi í sínu óhugnalega falda formi? Þú getur nefnilega verið rasisti án þess að viðurkenna það og án þess að ganga í samtök þjóðernissinna. Falinn rasismi, sem fólk gerir sér ekki einu sinni grein fyrir að það er sekt um, á það til að vera sá allra versti!

Lögreglumenn eru manneskjur eins og við, ekki satt? Þeir geta framið glæp, líka á meðan þeir eru í búning. Ekki veit ég a.m.k. til þess að búningurinn hafi nokkurn tíma hamlað þeim við beitingu ofbeldis.

Ef að mótmælendur þurfa að sýna andlit sín, af hverju eiga lögreglumenn ekki að falla undir sama hatt? Eru þeir ekki mannlegir? Gera þeir ekki mistök eða hafa skap sem þeir geta misst stjórn á eins og við hin? Er þetta ekki starf sem þeir velja sér og geta valið hvernig þeir haga sér í? Þarf ekki, eins og með alla hina, að vera hægt að bera kennsl á einstaka lögreglumann ef hann gengur yfir strikið? Það er nú lágmark að þeir sýni andlit sitt, þegar þeir eru farnir að vera svo lágkúrulegir að þeir fela meira að segja númer sín, hm?

Og nb. þá gegnir búningur lögreglumanna til að byrja með nákvæmlega sama hlutverki og grímur mótmælenda, að einstaklingar séu ekki dregnir úr hópnum, heldur sé hópurinn ein heild sem einstaklingurinn týnist í. Grunnforsendurnar eru þó aðrar. Lögreglumenn gera þetta því þeir eru í grunninn ragir við að standa á bak við valdbeitingu sína sem einstaklingar, mótmælendur til að einstaklingar og persóna þeirra sé ekki gerð mikilvægari en umræðan um ástæðu mótmælanna.

Varðandi fullt nafn á bloggi, er þetta þá ekki þreytt tuð? Hvað færð þú út úr því t.d. að vita hvað ég heiti fullu nafni? Myndirðu grennslast fyrir um hvort ég sé háskólagengin eða vinni nógu virðingarvert starf til að þú getir tekið mark á mér? Ég hef engan áhuga á því að vita hvað þú gerir við þitt líf, ég er ósammála því sem þú setur fram á netið og mér er drullusama hvort þú sért karl eða kona, hvað þá hvað þú heitir fullu nafni.

Sigrún (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 14:04

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Áhugaleysi hvors okkar á hinu er greinilega algerlega gagnkvæmur.

Mótmælendur, sem ekki eru að brjóta lög, þurfa varla að bera grímur, eða hvað? 

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2009 kl. 14:12

19 identicon

Þurfa lögregluþjónarnir nokkuð að bera grímur, ef þeir eru ekki að brjóta lög?

Sigrún (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 15:13

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir eru að gæta laga og réttar og verja sig og sína, gegn grímuklæddum lögbrjótum, sem stunda það, að hóta þeim sjálfum öllu illu og leggjast jafnvel svo lágt að ásækja fjölskyldur þeirra.

Í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum (og hinum líka) er gerður skýr greinarmunur á þeim sem veja lögin og hinum, sem ekki virða þau og telja sig jafnvel geta ákveðið að virða eingöngu sum lög, en önnur ekki.  Fangelsi veraldarinnar eru full af svoleiðis fólki, allt frá smáþjófum til fjöldamorðingja.

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2009 kl. 15:22

21 identicon

Þeir grímuklæddu eru að gæta mannréttinda og verja sig og sína, gegn grímuklæddum lögruglum, sem stunda það, að hóta þeim sjálfum öllu illu og leggjast jafnvel svo lágt að ásækja fjölskyldur þeirra.

Sigrún (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband