Köngulóarvefur viðskipta

Kröfur í þrotabú Baugs nema a.m.k. 233 milljörðum króna og þar af eru óveðtryggðar skuldir a.m.k. um 50 milljarðar króna.  Veðkröfurnar eru að mestu hjá gjaldþrotabönkunum þrem, enda höfðu útrásarmógúlarnir óheftan aðgang að fjármunum þar.  Eins og kunnugt er, var búið að flytja allar helstu innlendar eignir félagsins yfir í einkafélag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en erlendu eignirnar hafa allar verið yfirteknar af lánastofnunum og er tapið af þeim því ekki ljóst ennþá.

Athygli vekur að meira en þriðjungur hinna óöruggu veðkrafna var vegna skulda Baugs við tengda aðila eins og Landic Property, Fons og Stoðir.  Þessi félög eru öll komin í gjaldþrotameðferð og skulda gjaldþrotabönkunum gífurlegar fjárhæðir, sem samkvæmt þessu hafa verið endurlánaðar til Baugs, að einhverjum hluta.  Alltaf kemur því betur og betur í ljós hvernig þessi viðskiptavefur hefur verið spunninn, þó ekki sjáist nema brot af ísjakanum, t.d. vegna allra fyrirtækjanna sem skráð eru í skattaparadísum, hringinn í kringum hnöttinn.

Á meðan reynt er að greiða úr þessari flækju, styður almenningur við bakið á forkólfunum, með því að versla sem aldrei fyrr við þá, í þeim verslunum, sem þeim virðist ætla að takast að koma undan þrotabúinu.

Þetta eru alveg sama aðferð og venjulegar köngulær veiða bráðina í sinn vef.


mbl.is 233 milljarða skuld á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þarf eiginlega til að koma þessum Baugsfeðgum bak við lás og slá? Ég er sammála þér Axel í því, að það er óskiljanlegt, að fólkið í landinu skuli halda áfram að verzla við Bónusfeðga. Það er líka óskiljanlegt, að enn skuli vera til fólk, sem verzlar í lyfjabúðum Karls Wernerssonar, LYF OG HEILSU, APÓTEKARANUM OG SKIPHOLTSAPÓTEKI, eins og hann hefur kostað þjóðarbúið. 16 milljarða urðu skattgreiðendur að borga fyrir það, sem hann tæmdi úr bótasjóðnum. Svo heldur hann bara áfram sínum viðskiptum, eins og ekkert hafi í skorizt og borgar ekki krónu sjálfur.

Stebbi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:41

2 identicon

Þetta er svo ruglað að hin almenni maður veit ekki hvar hann á að stíga niður fæti,

Eigum við að versla í lyfju það eru bónusfeðgar :)

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband