Enn verið að gera grín

Varla er hægt að taka því öðruvísi, en sem háði eða gríni, þegar viðskiptatímaritið Forbes setur Jóhönnu Sigurðardóttur í 74. sæti á lista yfir áhrifamestu konur heimsins.  Á listanum eru aðallega konur úr viðskiptalífinu og nokkrar, sem gegna embættum hjá stórþjóðunum.

Forbes hefur greinilega ekki mjög ábyrga heimildarmenn fyrir mati sínu á Jóhönnu, því enginn stjórnmálamaður Íslenskur, og er þá Steingrímur J. meðtalinn, hefur fallið jafn mikið í áliti í sínu heimalandi á jafn skömmum tíma.

Jóhanna hefur algerlega afhjúpað sig sem vanhæfan leiðtoga og er í raun orðin að athlægi fyrir skort sinn á efnahagslegum skilningi.

Svona gríni í erlendum blöðum verður að taka eins og hverju öðru hundsbiti.


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband