18.8.2009 | 10:50
Norrænn sósíalismi í hnotskurn
Ríkisstjórnin íslenska segir það sinn æðsta draum að koma "norrænu velferðarkerfi" í framkvæmd á Íslandi. Öðru nafni, sem ekki má heyrast, heitir þetta einfaldlega norrænn sósíalismi.
Í þessari frétt af nestinu, sem foreldrar vilja útbúa sjálfir fyrir börnin sín í leikskóla í Árósum, kemur fram að þeim sé það svosem heimilt, en þeir verði þá að merkja nestisumbúirnar með næringarinnihaldi og verða skráðir "opinberir þjónustuaðilar", sem fá greitt fyrir þjónustu sína, án þess þó að fá niðurfellt fæðisgjaldið til leikskólans, eða eins og segir: "Þeir eiga samt sem áður að greiða 469 krónur fyrir mat í skólanum, eins og allir aðrir. Í staðinn eru þeir hins vegar álitnir vera þjónustuaðilar og fá þeir 350 krónur borgaðar fyrir það. Þegar tekið er tillit til þess borga þeir sem sé 164 krónur á mánuði fyrir að útbúa nesti fyrir barn sitt."
Margt er sjálfsagt gott í norræna sósíalistakerfinu, en víða er farið út yfir öll mörk í forsjárhyggjunni.
Þetta nestismál er örugglega ekki það vitlausasta, sem þar viðgengst.
Vandræði foreldra vegna skólanestis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1. Í Århus er hægri stjórn. 2. Í landinu er hægri stjórn. Þetta hefur ekkert með norrænt velferðarkerfi að gera, sem hefur af UNESCO verið talið besta velferðakerfi heimsins. Áttu tengingar við þessa frétt? Finn hana ekki í fjölmiðlum í DK.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:29
Sæll Gísli. Hver svo sem kom þessu á, er þetta jafn arfavitlaust. Sjá má dönsku umfjöllunina hérna
Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2009 kl. 14:03
Takk.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 14:34
Sæll Axel. Það vill svo til að ég vinn á leikskóla í Danmörk og get ég því með nokkurri vissu sagt að þessi ákvörðun að banna foreldrum að smyrja nesti handa börnunum sínum, fjölmiðlabannið og svo ofrukkun á leikskólagjöldum er á ábyrgð þeirra sem stjórna á þessu svæði en ekki kerfisins í heild. Það vill nefninlega svo til að eftir að börn verða þriggja ára eiga foreldrar að smyjra þeim nesti (nema á þeim leikskólum sem hafa nægilega stórt eldhús til að útbúa mat fyrir öll börnin) og ráða foreldrarnir nokkurnvegin hvað börnin þeirra borða. Þó er það þannig að stefnan hjá Kaupmannahafnarkommúnu er sú að eftir árið 2011 eigi allir leikskólar að bjóða uppá heitan hádegismat, og ef að eldhús leikskólans er ekki nægilega stórt til verksins þá er maturinn keyptur af viðurkendum eldhúsum. Með öðrum orðum þá er Danmörk himnaríki miðað við þá matarflóru sem fyrirfinnst á íslenskum leikskólum þar sem salt og sykurnotkun er í ökkla eða eyra og færni sumra matráðanna til að elda mat er hægt að efa. Þó breytist aldrei neitt.
Mig langar að lokum til að biðja þig um eitt kæri Axel, vertu svo vænn að kynna þér hvað þú ert að skrifa um áður en þú fellur viðlíka sleggjudóma. Það er engum til sóma.
Halldór (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:56
Halldór, færslan var byggð á fréttinni á mbl.is og þeirri dönsku á DR.dk, þannig að ekki uppruni hennar annarsstaðar en í Danmörku sjálfri. Ef Dönunum blöskrar vitleysan, er þá nema von að öðrum þyki þetta arfavitlaust.
Þakka þér fyrir að uppfræða okkur hér á Fróni um almennan gang þessara mála í fyrirmyndarríkinu, en fréttum þaðan verður greinilega að taka með meiri varúð framvegis.
Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2009 kl. 16:42
Já svei, alþýðulýðveldið Danmörk ætti að fara í flokk með Norður-Kóreu og Kína.
Vésteinn Valgarðsson, 19.8.2009 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.