Eitt verður yfir alla að ganga

Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hafa lent í greiðsluerfiðleikum vegna skulda, sem eru ekki nema brot af þeim upphæðum, sem nefndar eru í sömu andrá og banka- útrásar- og fjármálagarkar þeir, sem hafa verið að leika sér með fjöregg þjóðarinnar undanfarin ár.  Einstaklingar og fyrirtæki, með smáan rekstur, sem ekki geta greitt skuldir sínar, fara í gegnum gjaldþrot og sumir ná sér aldrei á strik aftur, en aðrir hefja nýjan rekstur, að nokkrum tíma liðnum.

Nú víkur svo við, að menn sem skulda tugi milljarða króna virðast geta fengið slíkar skuldir niðurfelldar, nánast eins og ekkert sé, og haldi svo rekstri fyrirtækjanna áfram, eins og ekkert hafi í skorist.  Þetta eru vinnubrögð, sem eru algerlega óþolandi og almenningi, sem nú á í mestu erfiðleikum með húsnæðis- og bílalán sín, ekki bjóðandi.

Þessir fjármálagarkar eiga að fá sömu meðferð og aðrir sem geta ekki greitt skuldir sínar.  Þeir eiga að ganga í gegnum gjaldþrot, eignirnar á að selja upp í skuldirnar, og þeir verða svo að byrja aftur á núlli, eins og hver annar, sem gjaldþrota verður.

Menn eiga ekki að geta setið eftir með stærstu bílaumboð og frystihús landsins, en bankarnir sitji með töpin og síðan haldi menn rekstrinum áfram eins og engin lán hafi verið tekin.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ég trúi því ekki að maðurinn haldi eignum sínum, og kvótanum ( sem er eign þjóðarinnar ) þrátt fyrir þessa afskriftir, það bara getur ekki verið.

Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2009 kl. 09:29

2 identicon

Algjörlega sammála þér. Í fyrsta lagi bað enginn Magnús að kaupa Toyota og þegar þrengir að á hann bara að borga sínar skuldir eins og allir aðrir. 50 milljarðar. Halló.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:31

3 identicon

Ég er ykkur hjartanlega sammála.  Þetta gengur engan veginn.  Landið fullt af fjölskyldum sem eiga mjög erfitt þessa dagana bara við að ná endum saman og svo fá menn milljarða niðurfellingar á skuldum.  Smáborgarinn verður samt að standa við sitt.

Guðrún M. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:36

4 identicon

Þetta er ekki líðandi. Við hin hljótum að geta gert eitthvað? Kæra til mannréttindadómstólsins misjafna meðferð á lánum einstaklinga? Ég gæti svo vel þegið eins og fleiri veit ég að mín litla skuld yrði afskrifuð. Hversu miklu auðveldara yrði þá ekki lífið. Ég hefði þá jafnvel efni á að versla við kappann eins og einn bíl ef ég hefði lyst á.

assa (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:38

5 identicon

Hvað segir Benediktae nú..............

eruð þið invinkluð já þá fáið þið niðurfelt ef ekki AUMINGJA þið,

það þarf að kjósa rétt  

SIGURÐUR HELGASON (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:48

6 identicon

Er ykkur innilega sammála, ég mundi vilja sjá þessa menn verða öreiga, missa húsin sín, sumarbústaðinn og svona ca. 2 bíla áður en öryrkjar, aldraðir og við hin þ.e. almúginn í landinu þurfa að missa allt. En bíðið bara, eftir nokkra mánuði eða vikur verða þessir menn aftur á forsíðu Séð og heyrt, þar sem þeir verða umkringdir aðdáendum vegna einhvers stórkostlegs "bissnes", sem þeir eru að taka sér fyrir hendur.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:50

7 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þetta er sennilega vegna þess að það er félag í hanns eigu sem er ábyrgt fyrir þessu en ekki hann persónulega. 

Af hverju eru ekki sett lög til að koma í veg fyrir svona, einsog að ef einhver á yfir ákveðinni prósentu í félagi, þá verði hann pesónulega ábyrgur fyrir skuldum félagsinns uppað þeirri prósentutölu sem hann á í félaginu.  þetta kæmi í veg fyrir að menn geti fengið lánaðar og klúðrað stórum upphæðum án persónulegar ábyrgðar.

Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2009 kl. 09:53

8 identicon

Góð hugmynd hjá þér Jóhann. Og þetta þyrfti að gera afturvirkt. Láta gilda frá 01.01.2008 t.d. Annað eins hefur nú verið gert með Óhagsmuni (ef hægt er að segja svo) lítilmagnans að leiðarljósi.

assa (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:06

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það segir í fréttinni, að þetta sé afskrift vegna eignarhaldsfélags Magnúsar.  Reikna verður með að þetta eignarhaldsfélag hafi þá átt einhverjar eignir, sem voru keyptar fyrir þessa fimmtíumilljarða og þá hljóta eignir félagsins að standa á móti skuldunum.  Ekki verður því trúað, að félagið hafi fengið þessi lán, án nokkurra trygginga.

Annars virðist mega trúa öllu í sambandi við þá glæpastarfsemi, sem stunduð var í banka- og viðskiptaveröld þessara manna.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2009 kl. 10:18

10 identicon

Já...Axel..sjúkt er ástandid...en hvad á fólk ad gera?  Thad verdur ad gera eitthvad til thess ad vernda hagsmuni sína.  Ekki gera stjórnvöld thad....sama hvada helvítis flokkur eda flokkar eru vid völd.

Járnbraut milli Selfosss og Eskifjardar (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:19

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nú hefur stjórn bankans sent frá sér yfirlýsingu, um að ekkert hafi verið afskrifað hjá Magnúsi, eða hans félögum.  Vonandi fer þetta þá sína leið og verður gert upp og endar þá með gjaldþroti, ef eignirnar duga ekki fyrir skuldum.

Hins vegar er stórmerkilegt, að mbl.is skuli birta svona frétt beint upp úr DV, án þess að kanna áreiðanleikann nánar.  DV er ekki öruggasta heimild, sem hægt er að fá um atburði dagsins.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband