Sagði Jóhanna ósatt?

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur stöðugt haldið því fram, að umsókn um aðlild að ESB, ein og sér, myndi auka svo traust Íslands erlendis, að krónan myndi styrkjast umtalsvert og lánastofnanir erlendis myndu keppast við við á ný, að veita lánum til landsins til enduruppbyggingar.

Hér hefur því oft verið haldið fram, að fá, ef nokkur erlend fjármálafyrirtæki myndu lána Íslendingum nokkurt einasta lán um talsvert langa framtíð, hvort sem sótt yrði um inngöngu í ESB, eða samþykkt þrælalögin um Icesaveskuldir Landsbankans.

Financial Times hefur gert könnun meðal 60 stærstu fjármálastofnana og 54 þeirra segjast aldrei muni lána nokkurt fé til Íslands framvegis.  Þetta þýðir auðvitað, að Íslendingar verða að fara að skilja, að "lánærinu" er lokið og framvegis verður þjóðin að lifa af sjálsaflafé.  Það mun þýða, að hér verður öll uppbygging í lágmarki, a.m.k. næstu tuggugu ár, á meðan þjóðin þrælar fyrir Breta og Hollendinga.

Traustið erlendis frá lætur standa á sér og krónan hefur veikst frá því að sótt var um aðildina að ESB.

Hvort ætli Jóhanna hafi sagt ósatt viljandi, eða að hún hefur engan skilning á málunum?


mbl.is Djúpt vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Býstu ennthá vid áraedanlegum heimildum úr munni stjórnmálamanna?  Madur á thínum aldri aetti ad átta sig á thví ad stjórnmálamenn eiga thad til ad hagraeda sannleikanum.

Adalatridid er ad koma í veg fyrir thraelasamninginn med öllum rádum. 

http://www.youtube.com/watch?v=iLYhMonxNDI&feature=related

Hlusta.

Davíd Oddsson sagdi ad íslensku bankarnir staedu vel og ríkissjódur vaeri skuldlaus og ekkert mál yrdi fyrir ríkissjód ad standa vid skuldbindingar bankanna ef svo ólíklega vildi til ad einhver theirra faeri á hausinn.  Thad var thá...en nú sést sá madur á fundi theim sem mótmaelir thraelasamningnum.

Í USA segja their ekki ananas....their segja anananas (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stundum segja einstaka stjórnmálamenn satt og rétt frá málum, en það er bara stundum.

Davíð sagði líka að þjóðin ætti ekki að greiða skuldir óreiðumanna, þannig að hann leit svo á, að alls ekki væri, eða ætti að vera, ríkisábyrgð á óreiðunni í Landsbankanum.

Því miður lítur út fyrir að þingið ætli að samþykkja þrælalögin, jafnvel 63:0.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband