Hvað kemur þetta ESB við?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur verið óþreytandi við að segja þjóðinni, að ríkisábyrgðin vegna Icesave skulda Landsbankans sé einfaldur samningur milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar og komi ekki umsókninni um aðild að Evrópusambandinu neitt við og hvað þá Alþjóða gjadeyrissjóðnum.

Nú bregður svo við, eftir afgreiðslu Fjárlaganefndar Alþingis á breytingartillögum við þrælalögnin, að nú ríður mest á að halda ESB upplýstu um málið og þá sérstaklega Þjóðverjum og Frökkum, eða eins og kemur fram í fréttinni:  "Hann segir mikilvægt að halda Evrópusambandsþjóðum og sérstaklega Frökkum og Þjóðverjum upplýstum um málið og því verði það kynnt þeim í dag."

Hvers vegna er það hlutverk Össurar að kynna málið fyrir ESB?  Væri ekki nær að Bretar og Hollendingar kynntu málið fyrir félögum sínum í bandalaginu, ef ástæða er til að halda þeim upplýstum um málið?

Getur verið að Össur líti á þrælalögnin um Icesave, sem söluvöru við inngöngu í ESB?


mbl.is Víðtæk kynning heima og erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ad gefa í skyn ad Össur sé óvandadur madur?

Í USA segja their ekki ananas....their segja anananas (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvernig dettur þér það í hug?

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2009 kl. 10:06

3 identicon

Ég veit ekki hvad ég á ad halda thegar thú svarar einfaldri spurningu minni med spurningu.

Annars var ég ad skoda thetta: http://www.youtube.com/watch?v=0-5tT5iLtV0&eurl=http%3A%2F%2Ftbs%2Eblog%2Eis%2Fblog%2Ftbs%2F&feature=player_embedded

Thad verdur ad berjast med hörku gegn gömmunum.

Í USA segja their ekki ananas....their segja anananas (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband