Íslenska viðskiptamódelið lifir í heimalandinu.

Á "velmektarárum" útrásarvíkinganna "keyptu" þeir fyrirtæki um allar jarðir, skiptu þeim upp, skuldsettu rekstrarfélögin, settu allar fasteignir inn í fasteignafélög og greiddu svo sjálfum sér nánast allt eigið fé félaganna, sem arð.  Öll "kaupin" voru framkvæmd með lánsfé frá íslenskum og alþjóðlegum bönkum og þetta snilldarbragð kölluðu þeir "íslenska viðskiptamódelið", sem væri svo snjallt, að engir skildu það, nema íslenskir banka- og útrásarmógúlar.

Nú er þessi spilaborg öll hrunin, með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina, reyndar svo skelfilegum, að enginn getur skilið til fulls "íslenska banka- og viðskiptahrunið", frekar en nokkur maður skildi "íslenska viðskiptamódelið" á sínum tíma.

Enn virðist vera að koma í ljós, að önnur viðskiptalögmál eigi að gilda á Íslandi, en erlendis, því nú er verið að skipta upp Fasteignafélaginu Landic Property hf., einu af Baugsfélögunum sem eru í greiðslustöðvun, eða eins og segir í fréttinni:  "Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property segir í fréttatilkynningu: „Ég er ánægður með að okkur hefur tekist að ljúka þessari sölu en með nýju eignarhaldi fasteignanna verða þær og rekstur verslana á sömu hendi. Þessi samningur er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property sem í framhaldinu mun einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi""

Samkvæmt áliti forstjórans, er það mikill kostur að bæði fasteignirnar og rekstur verslananna verði á sömu hendi í Danmörku, en á Íslandi verði haldið áfram að reka fasteignirnar innan Landic Property, en verslanareksturinn verður áfram rekinn sér, innan Bónusveldisins.

Íslenska viðskiptamódelið lifir áfram góðu lífi í föðurlandinu.

 


mbl.is Landic selur fasteignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband