Nú snýst þetta um andlit Steingríms J.

Ástandið á stjórnarheimilinu verður sífellt erfiðara vegna afgreiðslu ríkisábyrgðarinnar á skuldum Landsbankans, því stöðugt vex þeim fiskur um hrygg innan stjórnarflokkanna, sem berjast gegn samþykkt ábyrgðarinnar.  Nú er svo komið, að jafnvel einstaka þingmaður Samfylkingarinnar er farinn að gæjast út úr skápnum og viðra andstöðu sína við ríkisábyrgð á óbreyttan samning.

Málið snýst nú um að semja fyrirvara við ríkisábyrgðarfrumvarpið sem verði orðaðir á þann hátt, að ekki eingöngu Bretar og Hollendingar geti sætt sig við það, heldur snýst málið ekki síður um að Steingrímur J. haldi andlitinu út á við, án þess að hann og raunar Jóhanna og Össur, þurfi að játa sig algerlega sigruð í málinu.

Þessir ráðherrar og fleiri áhugamenn um inngönguna í ESB, hafa barist með kjafti og klóm fyrir þessari ríkisábyrgð og nánast talað eins og blaðafulltrúar Breta og Hollendinga í áróðri sínum fyrir ríkisábyrgðinni.

Ráðherrarnir eru farnir að undirbúa undanhaldið með mildari yfirlýsingum undanfarna daga.

Nú þarf bara að púðra aðeins á þeim andlitin og bera á þá svolítinn kinnalit og reyna þannig að láta þá líta betur út við afgreiðslu fyrirvaranna við ríkisábyrgðinni.

Þjóðin mun svo fá reikninginn fyrir snyrtingunni.


mbl.is Andstaða líka í Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband