Kylliflatur utanríkisráðherra

Sífellt hitnar meira undir ríkisstjórninni og nú þarf að halda leynifundi með Ögmundi, áður en öðrum ráðherrum er hleypt inn á ríkisstjórnarfundi, til þess að reyna til þrautar að snúa honum frá villu síns vegar í ríkisábyrgðarmálinu, að mati Jóhönnu, Össurar og Steingríms J.

Í morgun var bloggað hérna um samstöðuleysið innan og milli stjórnarflokkanna og er greinilegt, að þar var ekkert ofsagt um það stjórnleysi, sem nú ríkir í landinu.  Reyndar má segja, að ákveðin stjórnarkreppa hafi verið hér, síðan Samfylkingin fór á taugum í Janúar og hljópst undan skyldum sínum í síðustu ríkisstjórn.

Í fréttinni kemur fram að Össur hafi verið í símanum undanfarnar vikur og rætt við flesta utanríkisráðherra ESB og þar segir:  " Í þeirra samtölum hafi þetta mál komið upp og hann hafi gert þeim grein fyrir óánægjunni og því að staða málsins hafi þyngst. Íslendingar telji að þetta séu þröngir, erfiðir og ranglátir samningar, Það sé stemmningin á Alþingi Íslendinga þar sem málið sé til meðferðar. Þá hafi komið fram að ekkert hafi skort á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi gert það sem þeir geta til að koma samningnum í gegn vegna þess að þeir trúi því að það sé það rétta þegar horft sé til framtíðarhagsmuna þjóðarinnar."

Össur var sem sagt alls ekki að tala máli þjóðarinnar fyrir þessum kollegum sínum í ESB, þvert á móti var hann að sannfæra þá um að ríkisstjórnin væri undirlægja ESB og berðist fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga og reyndi allt sem hún gæti til að fá þessa ríkisábyrgð samþykkta, þrátt fyrir andstöðu þings og þjóðar.

Getur nokkur ráðherra lagst lægra en þetta?


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta framlag sem þjóðin þarf?

Þessi stjórn er okkar eina von því við erum ekki búin að gleyma áratugastjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. VG liðar verða að hysja upp um sig og taka ábyrgð. Þeir voru kjörnir af þjóðinni til að leysa þetta helv. klúður og verða að axla þá ábyrgð.

Ég hef aldrei verið áhugasamur um Samfylkinguna en hún má þó eiga það að vera ekki í auglýsingabransa út og suður með yfirlýsingum og æsing. Hafi ég einhvertímann verið nærri því að styðja flokkinn þá er það nú.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þð er gott að þú skulir muna áratugastjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, því þá manstu hvernig tímar voru í landinu, þegar hún tók við.  Þá mannstu líka uppganginn í þjóðfélaginu á öllum sviðum og hvernig kaupmáttur jókst ár frá ári.  Það var ekki þessum flokkum að kenna, að glæpamenn skyldu ná öllum tökum á banka- og efnahagslífi landsins, því minnugur maður, eins og þú, man þá greinilega með hverjum almenningur stóð á þessum árum, samanber t.d. fjölmiðlalögin og Baugsmálið fyrsta.

Maður með svona gott minni myndi aldrei snúast á sveif með Samfylkingunni, enda er hún hreint ekki saklaus af þessu helv. klúðri.

Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband