Reynt að lappa upp á lélegasta samning Íslandssögunnar

Fyrst eftir að Svavar Gestsson skrifaði undir samninginn um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, hélt Steingrímur J. Sigfússon fjálgar ræður, um hve góður og hagstæður samningur þetta væri fyrir Íslendinga.  Líklega höfðu hinir slyngu samningamenn Breta og Hollendinga talið Svavari og Steingrími trú um þetta og í barnaskap sínum, héldu þeir félagar að þessir vingjarnlegu útlendingar hefðu verið að gera Íslendingum stóran og mikinn greiða, af eintómri manngæsku.

Eftir því sem frá líður og "samningurinn" verið lesinn, kemur æ betur í ljós, að þetta er versti og óhagstæðasti "samningur" sem vélaður hefur verið inn á Íslendinga, allt frá upphafi byggðar í landinu.  Meira að segja Steingrímur J. er hættur að mæra samninginn og Alþingi leitar nú allra leiða til að fella samninginn, án þess að fella hann beint í alvöru atkvæðagreiðslu.  Í Svavari heyrist ekkert meira, enda ekki víst að hann nenni að hugsa lengur um málið, eins og hann orðaði það sjálfur í Moggaviðtali.

Í fréttinni kemur fram að:  "Talið er að þeir fyrirvarar sem settir verða við samkomulagið jafngildi nýjum samningi. Þá er talið ólíklegt að viðsemjendurnir fallist á lánveitingar til Tryggingasjóðs innstæðueigenda þar sem ábyrgð ríkisins verði svo takmörkuð."

Fyrirvararnir eiga greinilega að verða til þess að Bretar og Hollendingar lýsi samninginn ógildan og semja þurfi upp á nýtt. 

Skýrara getur álit Alþingis ekki verið á þessu samningarugli Svavars og Steingríms J.

 

 


mbl.is Fyrirvarar um greiðsluþak og hve lengi verður borgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband