Hortugur útrásarvíkingur

Jón Ásgeir Jóhannesson, útrásarmógúll, hefur um margra ára skeið verið í fremstu röð bruðlara og óráðsíumanna í hópi íslenskra (og erlendra) fjármálabraskara og haldið um sig hirð ímyndarsmiða og fjölmiðlamanna, til að fegra gerðir sínar gagnvart þjóðinni.  Undanfarna daga hefur hann haldið því fram, að blaðamenn Moggans leggi sig í einelti, enda sídrukknir við ófræingarskrif sín um hann.

Nú birtist frétt um að hann gefi skilanefndum langt nef, þegar þær reyna að komast til botns í þeim fjármálakóngulóarvef sem hann hefur spunnið um heiminn, með þræði til allra skattaparadísa veraldarinnar.  Í fréttinni kemur fram að nú hafi hann verið neyddur til að yfirveðsetja húsnæði 101 Hótels, til baktryggingar á láni frá Landsbankanum vegna lúxusíbúða sinna í New York, en þær hafði hann áður veðsett og með því farið á bak við Landsbankann, eða eins og segir í fréttinni:  "Tilurð tryggingabréfsins má rekja til þess að Jón Ásgeir veðsetti lúxusíbúðir sínar í New York í óþökk skilanefndarinnar, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin á þeim árið 2007."

Reyndar er með ólíkindum, að hægt sé að spila sig sem alþjóðlegan auðkýfing, með einkaþotu, lúxussnekkju, skíðahöllum, lúxusíbúðum í London, New York og víðar, Rolls Royce og öðrum lúxusbifreiðum o.s.frv. og allt á lánum frá íslenskum bönkum.

Allt er þetta með ólíkindum og ekki síst að sagt er að Jón Ásgeir sé á launum hjá skilanefndunum, að aðstoða þær við að botna yfirleitt nokkurn skapaðan hlut í öllum vefnum, sem hann er sjálfur búinn að spinna.


mbl.is Alþýðuhúsið yfirveðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir stjórnudu bankanum?  Ábyrgd theirra er mikil.  Hverjir afhentu óábyrgum mönnum bankana? Ábyrgd theirra er mikil.

Fyrst var thjódin raend med kvótakerfinu.  Fiskur er jú undirstada efnahagslífsins.  Sídan voru bankar thjódarinnar settir í hendur braskara.

Ekki gott........nei.......ekki á gott á nokkurn hátt.

rjómaterta (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rjómaterta, nú er ekki alveg að kveikna á perunni. 

Ertu að meina að sakleysinginn Jón Ásgeir, hafi einungis verið leiksoppur óprúttinna banka- og stjórnmálamanna, sem leiddu hann óviljugan út á þessa spillingarbraut? 

Það ríður þá ekki við einteyming, ístöðuleysi þessa saklausa fórnarlambs.

Axel Jóhann Axelsson, 31.7.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband