30.7.2009 | 13:38
Stjórnin lofaði styrkingu krónunnar - oft
Þegar Davíð Oddson var rekinn úr Seðlabankanum, var það sagt vera til að auka tiltrú heimsbyggðarinnar á Seðlabankanum og íslensku hagkerfi og brottreksturinn væri alger forsenda þess að vextir myndu lækka hratt og gengi krónunnar styrkjast hratt og mikið.
Þann 27. febrúar s.l. stóð gengisvísitalan í 186,95 stigum og þótti alltof há, enda sagði ríkisstjórnin þá og ítrekað síðan, að eitt helsta markmið ríkisstjórnarinnar væri að styrkja krónuna verulega. Nú er gegnisvísitalan 236,22 stig og þar með hefur krónan veikst um 26,35% síðan stjórnin fór að vinna af öllu sínu afli að því að auka traustið á Seðlabankanum og hagkerfinu í heild. Á sama tíma hefur lánshæfismat ríkissjóðs fallið niður í næsta flokk fyrir ofan ruslflokkinn og þar með er úti um þá von, að nokkur erlend lánastofnun muni treysta sér til að lána nokkrum íslenskum aðila á næstu árum.
Kjósendur, sem treystu þessari ríkisstjórn til þess að vinna að styrkingu krónunnar og þar með lækkun erlendra húsnæðislána, sitja nú uppi með það að hafa t.d. skuldað 30.000.000 krónur í endaðan febrúar, en skulda nú tæpar 38.000.000 króna. Höfðu þó þessi erlendu lán hækkað mikið frá því að þau voru tekin og til loka febrúar s.l.
Síðast lofaði ríkisstjórnin því að gengi krónunnar myndi fara að styrkjast daginn sem umsóknin um aðild að ESB yrði samþykkt. Síðan hefur gengið lækkað um 1,70%.
Vonandi verða loforð ríkisstjórnarinnar ekki mikið fleiri.
Evran aldrei dýrari á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
getur það verið að Jóhanna og Steingrímur haldi að því hærri sem gengisvísitalan sé, því sterkari sé hún? nei maður veit ekki og þessi skýring hljómar alveg jafn sennilega í mínum eyrum og aðrar hvað varðar þessa ríkisstjórn.
Fannar frá Rifi, 30.7.2009 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.