Aðstoðum frekar ríku löndin

Vegna halla á ríkissjóði verður að skera niður ríkisútgjöld á öllum sviðum og þar á meðal til þróunaraðstoðar við fátæk ríki í Afríku.  Reyndar má velta fyrir sér hvort þróunaraðstoð vestrænna ríkja, almennt, sé í réttum farvegi, þ.e. til dæmis hvort ekki væri betra að aðstoða þessi lönd við atvinnuuppbyggingu, t.d. landbúnað, í stað beinna matvælaaðstoðar.  Íslendingar treysta sér ekki til að keppa við niðurgreiddan landbúnað ESB landa og þá er skiljanlegt að landbúnaðarframleiðsla í Afríku getur engan veginn keppt við gjafamatvæli frá öðrum löndum.

Vestræn lönd hafa haft það viðmið, að verja a.m.k. 1% af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar, en íslendingar hafa aldrei talið sig hafa efni á að eyða svo stórum hluta sinnar landsframleiðslu til þessa málaflokks.  Undanfarin ár hefur þetta hlutfall þó farið hækkandi, en nú þarf að skera það niður aftur.

Nánustu samherjar Íslands í Nato og EES krefja nú íslendinga um 2-3% af lalndsframleiðslu til endurgreiðslu á fjármálarugli Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. 

Þeim peningum væri betur varið til þróunaraðstoðar við önnur ríki en Holland og Bretland.


mbl.is Fátæk lönd kenna á íslensku kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Best er að hafa þau viðmið að ríkið sói ekki peningum á nokkurn hátt, 0% af VLF væri réttasta viðmiðið fyrir þróunaraðstoð sem sannað er að virkar ekki. Rétt hjá þér, Axel, Icesave peningarnir ættu að fara í sjóð til Íslendinga. Ímyndaðu þér þá hraða uppbyggingarinnar!

Ívar Pálsson, 27.7.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mæl þú manna heilastur, Ívar.  Með því að samþykkja Icesave uppgjafarskilmálann munu lífskjörin í landinu dragast svo mikið niður, næstu tvo áratugi, að Íslandendingar munu illa sætta sig við þau, sérstaklega eftir að hafa tekið þátt í lánærinu, sem öllu tröllreið hérlendis undanfarið.

Að halda þessari fjárupphæð, allt að fimmhundruðmilljörðum króna inni í hagkerfinu, myndi gera mikinn gæfumun fyrir uppbygginguna innanlandss.

Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband