24.7.2009 | 16:49
Dýr myndi Hafliði allur
Upp er komin deila milli Steingríms J., fjármálajarðfræðings, og Ragnars Hall, hæstaréttarlögmanns, um hvort Svavar Gestsson, samningatæknir, hafi samið við Breta og Hollendinga um lögfræðikostnað þeirra vegna ríkisábyrgðarinnar á Icesave skuldum Landsbankans.
Ragnar sagði að lögfræðikostnaðurinn sem félli á Íslendinga næmi um tveim milljörðum króna, en Steingrímur segir að ekkert sé minnst á lögfræðinga í samkomulaginu, einungis hafi verið samið um að greiða kostnað vegna útborgunar innistæðanna, annarsvegar tíu milljónir punda og hinsvegar sjömilljónir Evra, en það eru á gengi dagsins í dag 3.344.270.000 - þrjúþúsundþrjúhundruðfjörutíuogfjórarmilljónirogtvöhundruðþúsund - krónur. Nokkuð stór upphæð þetta.
Hver innistæðueigandi mun eiga að fá greiddar tæpar 3,8 milljónir króna að hámarki og að sögn Steingríms eru þeir um 350.000 talsins. Kostnaður Íslendinga fyrir hvern innistæðueiganda er því tæpar tíu þúsundir króna og verður það að teljast ríflegt á hverja útborgun.
Hvort sem hér er um lögfræðikostnað að ræða eða einhvern annan kostnað, verður hann að teljast meira en ríflegur. Sú fullyrðing Steingríms að krafa verði gerð um þennan kostnað úr þrotabúi Landsbankans, er lítils virði, því hún endar á ríkissjóði hvort sem er, þar sem eignir Landsbankans í Englandi duga ekki fyrir Icesave kröfunum, hvað þá þessum viðbótarkostnaði.
það hefði verið hægt að ráða 300 íslenska sérfræðinga í þetta verk í heilt ár, á forsætisráðherralaunum og öllum hefði þótt það dýrt.
Ekki minnst á lögfræðikostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær athugasemd hjá þér...fyrst þetta er málið þá átti auðvitað að stofna ný störf kringum þetta verkefni.
bjarki (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:56
Já ég var að reikna þetta út sjálfur áðan líka. Meira ruglið. Hvað gengur fólki til sem semur svona.
Garðar Þórisson, 24.7.2009 kl. 17:01
Góð færsla. Við getum eiginlega sagt okkur sjálf að Íslenskir lögfræðingar myndu sennilega ekki gera þetta fyrir lægri upphæð. Það eru jú alltaf lögfræðingarir sem græða mest á ástandi eins og nú ríkir
Upp er að renna gósentíð innheimtulögfræðinga og ný gullöld opinberrar spillingar.
Hvað eru skilanefndirnar til dæmis að fá greitt? hverjir sitja í þeim? og hverjumætla þeir að innheimta hjá og hverjum ekki? veit það einhver?
Sævar Finnbogason, 24.7.2009 kl. 17:17
Ekki er nákvæmni hæstaréttarlögmannsins fyrir að fara þegar hann talar um þetta sem "lögfræðikostnað".
Ragnar Hall hefur áður gerst sekur um vítaverða ónákvæmni
sjá: http://www.mal214.com/greinar/na4.html
Lesandi (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.