Bildt handrukkar fyrir Breta og Hollendinga

Össur, utanríkisgrínari, mun á morgun skríða á fjórum fótum, á fund Carls Bildt, formanns ráðherraráðs Evrópusambandsins, og taka við nokkrum svipuhöggum á sitt rauða og bólgna bak, vegna vonaðrar inngöngu Íslands í ESB.

Það er táknrænt, að ganga á fund norræns ráðamanns til að afhenda fullveldisafsalsbeiðni Íslands, því síðast þegar það var gert, var það Noregskonungur sem móttók slíka gjörð af hálfu Íslendinga.  Mörg hundruð ára barátta fyrir endurheimt fullveldis og loks sjálfstæðis verður nú fótum troðin, af bognum, brotnum og kúguðum "leiðtogum" þjóðarinnar.

Í fréttinni kemur fram að:  "Bildt sagði er hann kom fyrir nefnd þingmanna Evrópuþingsins í gær að Íslendingar hafi þegar gengið í gegnum stóran hluta þess aðlögunarferlis sem nauðsynlegt sé til aðildar."  Án þess að það sé útskýrt nánar, á hann væntanlega við, að Ísland sé aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og því séu tiltölulega fá atriði, sem berja þurfi Íslendinga til fylgis við.

Athyglisverðara er það, sem kemur fram í lok fréttarinnar:  "„Það eru mikilvæg mál sem enn á eftir að leiða til lykta en stór hluti ferlisins hefur þó farið fram,” sagði Bildt."

Þarna á Bildt augljóslega við Icesace efnahagsþvinganir ESB gegn Íslendingum.  Þar með er það opinbert, að Carl Bildt er formlegur handrukkari fyirir Breta og Hollendinga.


mbl.is Ræðir við Bildt um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband