Ekki bjargar ESB

Því er haldið fram í grein í New York Times, að aðild að Evrópusambandinu og Evra hefði bjargað miklu í efnahagshruninu hérlendis, t.d. hefði verið von til að fá lán frá Evrópska seðlabankanum, eins og Ungverjar.  Ekki er nú séð fyrir endann á efnahagsþrengingum Ungverjalands, frekar en annarra ESB ríkja, sem mörg hver eru að hruni komin efnahagslega.

Ekki bjargar Evran eða ESB Írum, Spánverjum eða Austurríki og ekki bjargar ESB Lettlandi og fleiri löndum, sem nú eru að niðurlotum komin.  Samfylkingin hefur verið óþreytandi að ljúga því að þjóðinni að aðildarumsókn að ESB, ein og sér, muni auka svo traust á Íslandi, Íslendingum og íslensku atvinnulífi, að allir erfiðleikar yrðu úr sögunni, eins og hendi væri veifað.

Tveim dögum eftir að Alþingi samþykkti að senda inn aðildarumsókn að ESB, hafnaði Evrópski fjárfestingarbankinn að veita Orkuveitu Reykjavíkur lán til uppbyggingar orkuvera, sem selja eiga rafmagn til þegar samþykktra stóriðjuverkefna.

Ef þetta er dæmi um aukið traust Evrópulanda til íslensks atvinnulífs, þarf landið ekki fleiri traustsyfirlísingar úr þeirri átt.


mbl.is Fjárfestar vissu að Seðlabankinn kæmi ekki til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt  jákvætt sá ég við fréttina hjá  MBL. Þeir eru farnir að geta höfunda greina sem þeir þýða.  Aukið atvinnulíf kemur ekki í gegnum ESB.  Evran kemur ekki til með að hjálpa nokkrum á Íslandi.  Við getum hjálpað okkur sjálf,  Það þarf að fjarlægja verðtrygginguna.  Það er verðtryggingin sem hefur verið að sökkva þjóðinni,+glæpamennirnir ráku bara smiðshöggið á ósköpin.  Veit nokkurum innihald nýja sáttmálans sem kenndur er við Lissabon?  Þeir sem ekki hafa kynnt sér innihald hans, ættu að gera það.  Írland hafnaði þessum sáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu.  En nú hefur ESB krafið íra um endurkosningu og með dulbúnum hótunum hvað gerist,  EF EKKI VERÐUR SAMÞYKKT.

Svo MBL. gerði rétt í því að þýða nokkrar greinar úr írsku blöðunum og gefa íslendingum nasaþef hvernig farið er með litlar þjóðir í ESB.  Einnig gæti MBL. gefið okkur smá innsýn inn í Lissabonsáttmálann.  Það myndi ekki skaða MBL.

J.þ.A (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband