16.7.2009 | 14:23
Þjóðin niðurlægð af Alþingi
Ótrúlegt var að fylgjast með atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögur varðandi inngögnuumsókn í Evrópusambandið. Stjórnarmeirihlutinn niðurlægði kjósendur með því að hafna því, að þjóðaratkvæðagreiðsla skæri úr, hvort sótt skyldi um inngöngu eða ekki. Enn meira niðurlægði stjórnarmeirihlutinn þjóðina, með því að hafna því að hún hefði síðasta orðið um inngöngu, með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir flokkar, sem hæst hafa gasprað um opna stjórnsýslu, aukið gagnsæi mála og aukið lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum, gengu algerlega á bak orða sinna og sendu þjóðinni fingurinn í þessu efni.
Þegar kom að því að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að Össur, grínari, yrði sendur með betlistafinn til þeirra þjóða, sem lýst hafa yfir efnahagslegu stríði gegn Íslendingum, var átakanlegt að hlusta á hvern þingmann vinstri grænna eftir annan, lýsa því yfir að hann myndi berjast með oddi og egg gegn aðildarsamningi, en svo greiddu þeir atkvæði með inngöngubeiðninni. Þetta er þvílíkur aumingjagangur og algerlega í andstöðu við stefnu vinstri grænna, að ekki verður annað séð en flokkurinn klofni, a.m.k. í tvennt.
Sorglegast af öllu var að horfa upp á fimm þingmenn stjórnarandstöðunnar hlaupa til og skera Samfylkinguna niður úr snörunni sem hún var búin að koma sér í vegna undirlægjuháttar við kvalara Íslendinga. Þetta voru þingmennirnir Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson. Skömm þessara þingmanna er mikil og mun fylgja þeim um alla framtíð.
Dagsins 16. júlí 2009 verður minnst sem dagsins þegar Alþingi Íslendinga niðurlægði sína eigin þjóð, með svívirðilegum hætti.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, þetta er skammarlegt og ég held að þessir svikahrappar eigi að fara að styttu Jóns Sigurðssonar og biðjast afsökunar.
Þvílíkt apa og slönguleikhús sem þetta Alþingi er orðið ??
Sigurður Sigurðsson, 16.7.2009 kl. 14:28
Vel mælt!
Lára (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:29
Ég vil minna þig á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins - og þó sérstaklega Björn Bjarnason og Geir H. Haarde - töldu lengst af að þjóðaratkvæðagreiðsla kæmi ekki til greina. Þessi "tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðsla" var lamin í gegn sem málamiðlunartillaga af ESB sinnum á landsfundinum.
Ég var stoltur af Ragnheiði Ríkharðsdóttir og sem sjálfstæðismaður á þingi hefði ég gert nákvæmlega það sama og hún.
Þorgerður er hvorki fugl né fiskur og það sýndi hún í dag.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:36
Voðaleg dramatík er þetta. Það er ekki eins og við séum búin að ganga í ESB - þetta heitir umsókn en ekki innganga.
Stundum þarf maður að viðurkenna ósigur sinn og leita sér aðstoðar, þá fyrst fara málin oft að horfa upp á við.
Marilyn, 16.7.2009 kl. 14:36
Vel mælt.
Siv er fyrir löngu búin að mála sig út í horn í Framsóknarflokknum og fyrirlitin þar af stórum hóp fólks, réttilega.
Skammarleg samkunda Alþingi
Baldur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:38
Guðbjörn, þessi tillaga um tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðsluna var ekki laminn í gegn á landsfundinum, hún var samþykkt nánast samhljóða. Hafir þú tekið einhvern þátt í nefndastarfi fyrir landsfundinn, þá hefðir þú ekki heyrt margar raddir, sem töluðu fyrir inngöngu í ESB, varla nokkra einustu. Ég er sammála þér um að það hafi verið aumingjalegt af Þorgerði Katrínu að sitja hjá, það er nánast eins og að lýsa því yfir, að hún hafi annaðhvort ekki vit á málinu, eða a.m.k. enga skoðun. Það er raunar ekki líkt henni.
Marilyn, rétt er það, að þetta er beiðni um inngöngu í ESB og það var niðurlægjandi fyrir þjóðina, að Alþingi skyldi fella tillögu um að hún fengi að hafa síðasta orðið um þetta.
Einnig er það rétt, að maður verður að viðurkenna ósigur í einstökum bardögum. Þá er að endurskipuleggja baráttuna og sigra í stríðinu að lokum. Þá fyrst er hægt að fara að horfa upp á við.
Axel Jóhann Axelsson, 16.7.2009 kl. 14:44
verður þjóðaratkvæðagreiðsla?
óreyndur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:49
Óreyndur, það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla, fyrr en þá eftir tvö til þrjú ár, ef ESB samþykkir að taka við Íslandi inn í stórríkið. Þá verður þjóðaratkvæðagreiðslan ekki bindandi fyrir Alþingi, frekar verður hún eins og hver önnur skoðanakönnun.
Axel Jóhann Axelsson, 16.7.2009 kl. 15:37
Má ég benda á að svona eru teknar ákvarðanir á Alþingi...og hafa verið! Hvað eru xD núna að nudda sér upp í "þjóðarvilja"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:18
Innganga í Evrópusambandið er afsal á fullveldi Íslands. Er ekki nóg komið?
Veritas (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.