15.7.2009 | 15:19
Opinská umræða á móti pukri ríkisstjórnarinnar
Ekki er að undra að áhorf á Málefnin á Skjá einum, hafi verið mikið og að skjarinn.is hafi farið á hliðina vegna álags. Davíð Oddson er einhver merkasti stjórnamálamaður síðustu aldar og allt sem hann segir vekur mikla athygli og oftast móðursýkiskast meðal andstæðinga hans.
Málflutningur Davíðs er beinskeittur og hann skoppar ekki í hringi með sínar skoðanir, öfugt við marga sem nú sitja á þingi, sérstaklega þingmenn VG. Sérstaklega hefur hringlandaháttur VG manna komið skýrt fram í ESB umræðunni og ekki síður vegna Icesave skulda Landsbankans.
Annað sem einkennir ríkisstjórnina, bæði VG og Samfylkinguna, er pukrið og leyndin með nánast alla hluti, þrátt fyrir að hafa prédikað fyrir kosningar, og gera enn, um opna og gagnsæja stjórnsýslu og "að allir hlutir skuli vera uppi á borðum". Langan tíma tók að fá birtar skýrslur og önnur gögn sem fylgja áttu samningsnefnunni um Landsbankaskuldina, sem ríkisstjórnin lét Breta og Hollendinga kúga sig til að samþykkja ríkisábyrgð fyrir.
Nú í dag, kemur svo í ljós, að ríkisstjórnin lúrir á skýrslu um áhrif ESB aðildar á íslenskan landbúnað, eins og það sé ríkisleyndarmál, hvernig atvinnuvegir landsins munu hrynja við þátttöku í stórríki ESB.
Ríkisstjórnin ætti að taka Davíð Oddson til fyrirmyndar og koma hreint fram við þjóðina.
Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hitler var líka merkilegur pólitíkus.
drilli (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 15:24
Drilli, þú ert alveg dæmigerður fulltrúi þeirra, sem átt var við að fengju móðursýkiskast, í hvert sinn sem Davíð tjáir sig.
Hitler var reyndar í þeim hópi "merkilegra póitíkusa" sem leyndi flestum sínum áformun bæði fyrir löndum sínum og ekki síður borgurum annarra landa. Það sem er þó líkt með Þýskalandi Hitlers og Íslandi Jóhönnu og Steingríms, er að báðar þjóðir þurftu voru kúgaðar til að taka á sig gífurlegar stríðsskaðabætur. Sennilega er kúgun Breta og Hollendinga á Íslendingum hlutfallslega meiri Þjóðverjanna eftir stríðið.
Þú og þínir skoðanabræður virðast vilja ganga þau svipugöng, með hugarfari hins sigraða, sem hefur gefið upp alla von.
Axel Jóhann Axelsson, 15.7.2009 kl. 15:37
Það sem hann Davíð sagði í þessu viðtali lá svo í augum uppi og hefur legið í augum uppi mánuðum saman. Við borgum ekki einhverja reikninga bara af því einhver sem er stærri, grimmari og ríkari en við segir okkur að gera það. Það er hin hreina merking orðsins KÚGUN. Við höfum engu að tapa og eigum að láta reyna á þetta , en ekki bara hengja höfuð og segja yes sir. Axel talar um íslenskan landbúðað í sambandi við ESB. Það er klárlega mál sem á að vera uppi á borðinu því mjög sennilega hefur ESB samningurinn án undanþágu í þessa áttina gríðarleg áhrif á íslenskan landbúnað og þá til hins verra.
Við vitum alveg ef við bara nennum að nota google, að það eru ekki allar þjóðir glaðar með ESB. Ég leyfi mér að segja að það sé engin þjóð himinlifandi með að hafa gengið í ESB og margar dauðsjá eftir því, því þeirra sérstaða innan þeirra lands hefur verið fótum troðin. Ég ætla mér EKKI að láta mata mig á jákvæðum upplýsingum um ESB, ég vil fá allar hliðar á því fyrirbæri áður en yfir lýkur.
Gott að Drilli minnist á hitler, Var það ekki einmitt sá náungi sem sá fyrir sér sameinaða Evrópu undir einhverns konar miðstjórn...............og ESB er hvað? ;)
Eva Lára (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:28
Ef þú kallar órökstutt blaðrið í Davíð opinskáa umræðu, þá ættiðu að fara að huga að eigin heilsu.
hilmar jónsson, 15.7.2009 kl. 17:36
Fyrst menn er að tala um Hitler hérna. Þá langar mér að minna menn á að þegar nasistar voru að tapa seinni heimstyrjöldinni þá voru nokkrir háttsettir embættismenn nasista sem tóku sig til og ákváðu að fyrst ekki væri hægt að sigra evrópu með valdi til að sameina hana þá skyldi reyna fara aðra leið. Upp úr því kom ríkjasambandið ESB. Svo það má segja að ESB sé ekkert annað en það að sýn Hitlers á samineinaða evrópu er að rætast. Bara ekki alveg sama leið og hann vildi fara.
Helgi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 19:08
drilli og hilmar. Eitt er víst að hvað sem seigja má um Davíð Oddson, ég sé að hann fer í taugarnar á ykkur, hann hefði tekið í taumana og afgreitt þau mál sem nú eru að veltast um í Þinginu og ekki látið þjóðina blæða dag eftir dag í vaxtargreiðslum og auknum skuldum. Hann hefði laungu verið búinn að taka af skarið.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:07
Sé að þið skilduð ekki sneiðina. Allt í lagi með það. Stórvirkir pólitíkusar báðir tveir Dolli og Dabbi, það áttu þeir sameiginlegt, og það að hvorugur vissi hvenær ætti að HÆTTA !
( en meira að segja flugdrekinn hefur vit á því að þegja )
Og við Guðrúnu Jónsdóttur vil ég segja þetta: Davíð hélt um taumana langt á annan áratug og hvar erum við stödd í dag, er ekki nóg komið af slíku ''taumhaldi'' ?
drilli (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.