Staðfastur brotavilji

Hugmyndaflug Landsbankamanna við að véla fé út úr saklausum almenningi vítt og breitt um heiminn virðist hafa verið óendanlegt.  Í Bretlandi og Hollandi voru viðskiptamenn vélaðir til að leggja sparifé sitt inn á Icesave reikninga, með gylliboðum um miklu betri kjör en aldagamlir bankar í Evrópu gátu boðið.

Viðskipti, sem voru bönnuð t.d. í Bretland, voru þá sett í gang frá Landsbankanum í Luxemborg, sem var sjálfstæður banki, en ekki útibú frá Íslandi.  Að láta sér detta í hug að bjóða Spánverjum að veðsetja skuldlausar eða skuldlitlar fasteignir sínar fyrir láni, sem bankinn þóttist ætla að ávaxta svo vel, að vextirnir einir saman myndu greiða upp höfuðstólinn og gott betur, flokkast náttúrulega ekki undir neitt annað en staðfastan vilja til fjársvika.

Raunar er að mörgu leyti furðulegt hve margir hafa látið glepjast af þessum svikaboðum, en gróðavonin er stert hvöt í mannskepnunni.  Á þessa gróðavon tókst  Landsbankamönnum að spila og geta hreinlega ekki afsakað sig með því, að þeir hafi sjálfir trúað því, að þetta gæti gengið upp.

Íslenskra banka og fyrirtækjaútrásar verður lengi minnst sem einnar mestu svikamyllu í síðari tíma fjármálasögu heimsins.


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að bankadrengirnir hafi haldið að þetta gegi upp.  Glæpamenn eru ekki allir fluggáfaðir og það er oft stutt bilið á milli heimsku, gæps og fífl-dirfsku.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Benedikta E

Þjófar halda áfram þangað til þeir eru teknir - ætli hann viti það ekki - þarna þessi há æruverðugi - æðsti - yfir -  sérstaki saksóknarinn

Benedikta E, 11.7.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband