Öfug forgangsröðun hjá ríkinu

Á þenslutímum á ríkið að halda að sér höndum við framkvæmdir til að auka ekki á þensluna, en á samdráttartímum, að ekki sé í kreppu eins og nú, á ríkið að auka framkvæmdir sínar, til þess að berjast gegn atvinnuleysi.  Á þenslutímum á að sporna við í rekstri ríkisins og á krepputímum á að spara í rekstrinum og skera allt niður, sem hægt er að vera án, til þess að geta aukið framkvæmdirnar.

Ríkisstjórnin gerir hins vegar allt öfugt við þetta, allar framkvæmdir á vegum opinberra aðila eru skornar niður við trog, til þess að hægt sé að halda uppi sem mest óbreyttum ríkisrekstri.  Þetta verður auðvitað til þess, að opinberir starfsmenn verða lítið varir við kreppuna, en hún bitnar því harkalegar á starfsfólki á almennum vinnumarkaði.

Í stað þess að auka verklegar framkvæmdir, hækkar ríkisstjórnin alla skattheimtu á almenning og fyrirtæki landsins og dregur þannig allan mátt og kjark úr almenna atvinnumarkaðinum.

Skilningur á því að kreppan minnkar ekki fyrr en nýju lífi verður blásið í atvinnulífið, verður að fara að vakna hjá stjórnvöldum og sparnaður hins opinbera verður að flytjast frá framkvæmdkunum yfir á ríkisreksturinn.  Þannig mun atvinnulífið komast fyrr á rekspöl og einstaklingar og fyrirtæki geta farið að fjárfesta aftur og greiða eðlilega skatta til ríkisins á ný.

Ríkisstjórnin er að dýpka og lengja kreppuna með aðgerðum og aðgerðarleysi sínu.


mbl.is 360 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband